Öryggismál

Þjóðminjasafn Íslands

Suðurgata 41 - 101 Reykjavík

  • Thjodminjasafn-Islands

Verkís annaðist gerð handbókar yfir helstu öryggisþætti, öryggishandbækur, viðbragðsáætlanir, rýmingaráætlanir, rýmingaræfingar og kynningar.

 Verktími:  2004 - 2009

Almennt um verkefnið:
Gerð handbókar yfir helstu öryggisþætti í rekstri safnhúsnæðis, m.a. aðgengismál, vinnulýsingar, viðbragðs- og rýmingaráætlanir, flóttaleiðateikningar og lýsingar á tæknikerfi mannvirkisins sem umsjónarmenn, öryggisverðir og starfsmenn þjónusta.

Þjóðminjasafnið er steinsteypt sýningarhús á sjö hæðum. Sýningarsalir á þremur hæðum mynda meginkjarna byggingarinnar. Norðan við sýningarsalina er aðstaða safnsins, turn (4.-6. hæð) og Bogasalurinn. Syðst í húsinu er anddyri sem tengir saman sýningarsali í meginkjarna hússins. Þar er einnig kaffihús og safnbúð. Almenningssalerni eru í kjallara og á 3. hæð og fatahengi er í kjallara. 
Í húsinu eru aðgangskerfi, brunaviðvörunarkerfi, öryggis-/innbrotskerfi og vatnsúðakerfi. Vélræn loftræsing stjórnar hita- og rakastig í byggingunni. Inntök fyrir neysluvatn, hita og rafmagn eru í tæknirými á jarðhæð.