Vatna- og straumfræði

Flóðvörn - Þjórsá

Þjórsá - Tungnaársvæði

  • Flodavorn-Thjorsa

Verkís annaðist athugun á flóðvörnum vegna endurmats stórra flóða, tillögur að breytingum og endurbótum að svæðisstjórnarkerfi.

Verktími:  2006 - 2009

Almennt um verkefnið:
Nefnd á vegum Umhverfisstofnunar sem falið var að vinna að stækkun friðlands í Þjórsárverum óskaði árið 2006 eftir umsögn LV um hugsanlegar frekari framkvæmdir við Kvíslaveitu á vegum fyrirtækisins. Til að svara fyrirspurn nefndarinnar fól LV í desember 2006 Verkís að gera grein fyrir flóðvörnum á Kvíslaveitusvæði og áætlun um breytingar á þeim og öðrum mannvirkjum.

Í vinnu við endurmat flóða á Þjórsár-Tungnaársvæði [VST o.fl., 2006c] voru flóð á svæðinu metin og stíflur flokkaðar lauslega eftir afleiðingum brests viðkomandi stíflu. Hönnunarflóð hverrar stíflu er háð þeim flokki sem hún tilheyrir. Í framhaldi af endurmati á flóðum og flokkun væri eðlilegt að yfirfara hönnun mannvirkja á öllu svæðinu gagnvart flóðum.

Einnig sá Verkís um stýringu á 12 vélum samtals 630 MW ásamt vatnsvegum og stöðvarrafmagni í þremur stöðvum;  Búrfellsstöð, Hrauneyjarstöð og Sigöldu, sem eru tengdar svæðisstjórnkerfi á Þjórsár/Tungnársvæði. Kerfið mun síðar spanna Sultartanga, Búðarháls og Vatnsfell.