Kárahnjúkavirkjun - Ufsarstífla / Hraunaveita
Jökulsá í Fljótsdal
Verkís annaðist hönnun stíflumannvirkja, burðarvirkja og lokubúnaðar, fyrirkomulagshönnun, jarð- og berggrunnsrannsóknir, verkhönnunarskýrslu, vatna- og straumfræðihönnun, jarðtækni- og burðarþolshönnun.
Stærðir: 935.000 m3 |
Verktími: 2005 - 2008 |
Almennt um verkefnið:
Ufsarstífla og Hraunaveita eru hluti af Kárahnjúkavirkjun og fela í sér veitu Jökulsár í Fljótsdal auk fjögurra áa á Múla og Hraunum í aðrennslisgöng virkjunarinnar.
Jökulsá í Fljótsdal er stífluð og Ufsarlón myndað en frá því er veitt í aðrennslisgöng Kárahnjúkavirkjunar. Kelduá verður stífluð og vatni veitt til Jökulsár í Fljótsdal um jarðgöng. Í Grjótá verður stíflað og vatni veitt um jarðgöng til Kelduár. Innri-Sauðá verður stífluð og vatni veitt með skurði til Grjótár. Þá verður útrennsli Sauðárvatns stíflað og veitt yfir í Innri-Sauðá með skurði.
Meðal mannvirkja þessa hluta virkjunarinnar eru lón, stíflur (allt að 1.5 milljón m3 í stíflufyllingum) og yfirföll, veitu- og inntaksskurðir, inntaksmannvirki og stjórnhús í veitugöngum, vega- og slóðagerð. Gröftur 935.000 m3, fyllingar 1.335.000 m3, gangagröftur 66.000 m3, steypa og sprautusteypa 18.500 m3.
Skýrslu um RCC stíflur í stað hefðbundinna stíflna var einnig unnin fyrir verkefnið í heild og skilað til samanburðar.