Vinnuvernd og vinnustaðarýni

MS Akureyri - vinnuvernd

Súluvegur 1 - 600 Akureyri

  • MS-Ak.-vinnuvernd

Verkís annaðist gerð áhættumats starfa og ÖH-forvarnaráætlunar.

Verktími:  2014

Almennt um verkefnið:
Hjá Mjólkursamsölunni Akureyri fer fram samfelld vinna að öryggis- og heilbrigðismálum. Öryggis- og heilbrigðisáætlun fyrirtækisins er endurskoðuð og gefin út ár hvert. Hjá fyrirtækinu eru starfandi fulltrúar öryggismála þ.e. öryggisverðir og öryggis­trúnaðarmenn. 

Haldin eru námskeið og kynningar er lúta að öryggismálum, haldnar rýmingaræfingar bygginga, ritaðar leiðbeiningar og áhættumat starfa er í vinnslu fyrir öll starfssvæði fyrirtækisins. Allir þeir sem koma á vinnusvæði á vegum fyrirtækisins skulu vera búnir í samræmi við reglur þess svæðis. Ábyrgð á öryggismálum fyrirtækisins er í höndum mjólkurbússtjóra, en öryggisnefnd þ.e. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir annast eftirfylgni á framkvæmd aðgerða­áætlunar og gera aðrar tillögur að úrbótum eftir því sem við á. 

Áætlun um öryggi og heilbrigði felur í sér lýsingu á því starfi sem fram fer í fyrirtækinu og er skráð í stjórnunarkerfi þess.