Vinnuvernd og vinnustaðarýni

Rarik - vinnuvernd

Dvergshöfði 2 - 110 Reykjavík

21.12.2014

  • Rarik-vinnuvernd

Verkís annaðist gerð áhættumats starfa og ÖH-forvarnaráætlunar.

Verktími:  2013

Almennt um verkefnið:
Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað ásamt áhættumati starfa fyrir höfuðstöðvar RARIK. Verkís skilaði drögum að öryggis- og heilbrigðisáætlun, ásamt drögum að áhættumati til yfirferðar öryggisstjóra, öryggistrúnaðarmanns og/eða varðar. Eftir yfirferð gekk ráðgjafi Verkís frá fullunnum gögnum. Öryggisstjóri, öryggisvörður- og /eða trúnaðarmaður kynna niðurstöður fyrir starfsmönnum RARIK.

Öryggis- og heilbrigðisáætlun RARIK er í samræmi við vinnuverndarlöggjöfina, lög nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og tengdar reglur og reglugerðir. 

Tilgangurinn með áætluninni er að draga úr hættu á heilsutjóni eða slysum vegna vinnu­aðstæðna og/eða bæta forvarnir.

Öryggis-og heilbrigðisáætlun RARIK er endurskoðuð árlega og/eða þegar umtalsverðar breytingar, slys eða óhöpp verða innan fyrirtækisins (breytingar á vinnu­aðstæðum eða vinnutilhögun breyta forsendum hennar). Stjórnendur fyrirtækisins sjá um að upplýsingar um breytingar berist öryggisnefnd fyrirtækisins.