Ljósleiðari á Akranesi
Akranes
Verkís annaðist hönnun kerfis, hagkvæmniathuganir, verkefnastjórn, gæðastjórn, val á efni, kostnaðaráætlun, kannanir, hönnun og geymslu landfræðilegra upplýsingagrunna.
Verktími: 2004 |
Almennt um verkefnið:
Eftirlit með lagningu í dráttarröra og blæstri ljósleiðara á Akranesi.
Frá árinu 1988 hefur Verkís hannað meira en 2.200 ljósleiðaratengingar fyrir fyrirtæki og þar eru FTTH tengingar ekki meðtaldar. Hönnun Verkís á FTTH tengingum þjónar nú í kringum 4 - 5.000 notendum. Frá upphafsárum ljósleiðarans hefur því safnast víðtæk reynsla hjá Verkís á þeim ljósleiðaralausnum sem náð hafa hvað mestri notkun á Íslandi og í heiminum öllum. Verkís byggir á 25 ára reynslu á sviði ljósleiðarakerfa og býður hönnunarlausnir fyrir allar hliðar ljósleiðarakerfa þar sem kostnaðarhagkvæmni er höfð að leiðarljósi.
FTTH verkefnið á Íslandi er byggt á hugmynd um opinn aðgang þar sem dreifingaraðilar fjölmiðla, internets og síma hafa sömu tækifæri til þess að
ná til viðskiptavina. Þetta gefur viðskiptavinum tækifæri á að velja sér dreifingaraðila og viðheldur um leið heilbrigðri samkeppni á markaðnum.
Verkís hefur verið mikilvægur aðili í þróun ljósleiðarakerfisins á Íslandi og verið einn helsti hönnuður grunnkerfa ljósleiðara á Íslandi.