Fráveitur

Fráveita Borgarfjarðar

Bifröst - Varmaland - Reykholt - Hvanneyri

  • Fraveita-Borgarfjardar

Verkís annaðist hönnun, framkvæmdaeftirlit og landmælingar.

 Stærðir: 300 - 1.500 m2 og 60 - 460 l/s
 Verktími:  2008 - 2011

Almennt um verkefnið:
Bygging lífrænnar hreinsistöðvar ásamt frárennsliskerfi í Borgarfirði var hluti af verkefnum Orkuveitu Reykjavíkur varðandi frárennsli í Borgarfirði, Borgarnesi, Akranesi og Kjalarnesi. Byggðar voru hreinsistöðvar á Bifröst, Varmalandi, Reykholti og á Hvanneyri.

Hreinsun fráveitunnar á sér stað á þann hátt að skólpi er hleypt í gegnum hreinsieiningu. Í einingunni eru ákveðnar gerðir lífrænna plantna sem að hluta eru staðsettar í skólpvatninu og blandast saman við um leið og vatnið rennur í gegnum hreinsibúnaðinn.

Eftir að skólpið hefur farið í gegnum hreinsibúnaðinn, fer það annaðhvort í gegnum UV-kerfi (Bifröst, Varmaland) eða leitt út í tjarnir (Reykholt, Hvanneyri) áður en það rennur síðan í viðtaka. Viðtaki þessara staða er í gljúpu hrauni á Bifröst, nærliggjandi skurðir hjá Varmalandi og Hvanneyri en veitt út í Reykjadalsá við Reykholt.

Á öllum stöðunum var nauðsynlegt að bæta afrennsli, bæði sjálfrennandi sem og þrýstileiðslur, að auki voru settar upp dælur til að safna skólpi til hreinsistöðvanna. Hreinsistöðvunum er stjórnað að mestu leyti frá stjórnstöð í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls 1.