Fráveitur
Fráveita Reykjanesbæ
Reykjanesbær
Verkís annaðist forhönnun, hönnun á lögnum, dælukerfum og lokum, gerð útboðsgagna fyrir dælur, lokur og vélbúnað, ráðgjöf á byggingartíma.
Stærðir: 100 m2 og 220 l/s |
Verktími: 1997/1999 - 2002 |
Almennt um verkefnið:
Fráveitukerfi í Njarðvík samanstendur af dælustöð í Innri Njarðvík, hreinsistöð við Bolafót, sniðræsi frá Innri Njarðvík að hreinsistöð, tengiræsi frá herstöðinni á Miðnesheiði, yfirfallsútræsi í sjó frá hreinsistöð, útræsi í jörðu að Kirkjuvík og útræsi í sjó út í Kirkjuvík.
Hreinsistöð er að stærðinni 23x12m ásamt þjónustubyggingu sem er 100m2. Afköst stöðvar eru 220 l/s og dælustöðvar um 20 l/s. Í stöðinni eru 10 hleralokur 1x1.5m.