Fráveitur

Hreinsistöð við Klettagarða

Reykjavík

22.12.2014

  • Hreinsistod-vid-Klettagarda

Verkís hafði umsjón með allri hönnun, jarðvinnu, burðarþoli, lagnakerfi, hluta vélbúnaðar ásamt eftirliti með framkvæmdum.

 Stærðir: 2.300 m2 og 3.500 l/s
 Verktími:  1997 - 2002

Almennt um verkefnið:
Hreinsistöðin hreinsar skólp frá norður- og austurhluta Reykjavíkur. 

Í hreinsistöðinni er skólpið hreinsað með 1. þreps hreinsun. Í því felst að öll föst efni (hrat) stærri en 3 mm í þvermál eru síuð frá skólpinu í fimm grófsíum (þrepasíum). Að auki eru fita og sandur skilin frá skólpinu. Bæði hrat og sandur eru þvegin með vatni í sérstökum þvottaeiningum til að lágmarka ólykt. Ennfremur er um 50% af vökvanum pressaður úr hratinu í sérstakri mótþrýstipressu, ásamt sandinum er safnað í sérstaka gáma, sem tæmdir eru reglulega á sérstökum urðunarstað. Fitunni er safnað í sérstakt hólf í stöðinni og henni síðan dælt þaðan í sérstaka tankbíla, er losa hana á sérstökum urðunarstað.

Eftir þessa hreinsun er skólpinu síðan dælt út í sjó um 5,5 km langa útræsislögn sem er 1.400 mm í þvermál. Þar tekur sjórinn við og eyðir eða þynnir skólpvatnið út nokkuð fljótt, þannig að styrkur mengandi efna frá útræsinu eru vel innan umhverfismarka við strandlengjuna, skv. kröfum reglugerða.