Hitaveitur

Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar

Akranes - Borgarfjörður

  • Hitaveita-Akraness-og-Borgarfjardar

Verkís annaðist forathugun, frumhönnun, fullnaðarhönnun, gerð útboðsgagna, yfirferð tilboða, burðarþol, loftræsikerfi, vélbúnað, stofnæðar, dreifikerfi og framkvæmdaeftirlit.

 Stærðir: 85 MW og 180 l/s
 Verktími:  1979 - 1981

Almennt um verkefnið:
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar var stofnuð 1979 til þess að nýta sjálfrennsli úr Deildartunguhver í Reykholtsdal. Lokið var að tengja flest húsin á Akranesi og í Borgarnesi 1981. Árið 2002 sameinaðist Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar Orkuveitu Reykjavíkur.

Heita vatnið kemur úr Deildartunguhver sem er vatnsmesti hver landsins og nokkrum borholum. Úr hvernum streyma um 180 l/s af 100°C heitu vatni. Heita vatnið er notað til húshitunar í Borgarnesi, á Akranesi, lögbýlum og sumarbústöðum í nágrenni aðveituæðarinnar. Vatninu er dælt að Borgarnesi (34 km) og Akranesi (64 km). Sjálfrennsli er úr hvernum og er vatnið leitt í dælupotta þar sem tvær til þrjár dælur, dæla vatninu áfram. Dælurnar eru hraðastýrðar og stýrir vatnshæð í jöfnunargeymi á hápunkti í 3,8 km frá hvernum.

Í dælustöð veitunnar er vatnið afloftað og síðan dæla þrjár hraðastýrðar stöðvardælur vatninu inn á aðalæð hitaveitunnar. Á 64 km leið frá Deildartunguhver að Akranesi eru jöfnunargeymir og 3 dælustöðvar. Við enda aðveituæðar á Akranesi er miðlunargeymir og dælustöð fyrir dreifikerfið í bænum. Pípurnar voru í upphafi einangraðar asbestpípur lagðar í torfgarð. Á seinustu árum hafa þær verið endurnýjaðar í niðurgrafnar foreinangraðar stálpípur.