Hitaveitur

Hitaveita í Galanta

Slóvakíu

  • Hitaveita-i-Galanta

Verkís annaðist hagkvæmniathuganir, hönnun, áætlanagerð, útboðsgögn, verkefnastjórn, rýni og samþykki teikninga, framkvæmdaeftirlit, gangsetningu og prófanir. 

 Stærðir: 6,5 MW og 35 l/s
 Verktími:  1991 - 1996

Almennt um verkefnið:
Galanta er lítill bær með um 35.000 íbúum og er staðsettur um 50 km austan við Bratislava höfuðborg Slóvakíu. Jarðhitavatnið hentar til beinnar notkunar í stað varmaorku frá jarðefnaeldsneytis drifnum kötlum til húshitunar og heitu vatni í yfir um 1.300 húsnæði, opinberar byggingar og heilsufarsbyggingar.

Tvær borholur sem gefa 78°C heitt vatn með 35 l/s sjálfbæru flæði eru nýttar með dælum í um 100m dýpi. Eftirspurn til húshitunar nemur 6.500 kW til íbúðarhúsnæða og 5.400 kW til sjúkrahúss. Upphitun á kranavatni þarf um 1.200 kW varmaorku, alls er árleg orkuþörf allt að 35 GWst/ári, þar af um 95% jarðvarmi.