Hitaveitur

Hitaveita Reykjavíkur

Reykjavík - Kópavogur - Garðabær - Álftanes - Hafnarfjörður - Mosfellsbær

  • Hitaveita-Reykjavikur

Verkís annaðist verkefnastjórn, eftirlit með hönnun, útboðsgögn, burðarþol, lagnakerfi, stjórn- og eftirlitsbúnaður, framkvæmdaeftirlit, prófanir og gangsetning.

 Stærðir: 1.200 MW og 5.000 l/s
 Verktími:  1962 - 2009

Almennt um verkefnið:
Jarðhiti er endurnýjanleg auðlind sem getur bætt lífsgæði fólks á sjálfbæran hátt. Eitt af bestu dæmum um þetta er Reykjavíkurborg sem var einu sinni þakin reykskýjum vegna brennslu jarðefnaeldsneytis. Í dag njóta íbúar Reykjavíkur umhverfisvæns hitakerfis sem nýtir orku frá jörðinni.

Þróun hitaveitu Reykjavíkur byrjaði árið 1930 og er í dag jarðhitaveitukerfi með 830 MW afl með orku veitt af fjórum lághitastigs jarðvarmavirkjunum á Reykjum, Reykjahlíð, Laugarnesi og Ellliðaá og háhitasvæðum staðsett um 30 km austur af höfuðborgarsvæðinu.

Verkís hefur hannað meginhluta hitaveitunnar sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, þar á meðan flestar dælustöðvar, geymslutanka, 27 km langri vatnsleiðslu frá Nesjavöllum, ásamt örðum vatnsleiðslum eins og frá Reykjum og dreifikerfi í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Á undanförnum árum hefur elsta kerfið í Reykjavík sem er yfir 40 ára gamalt verið endurnýjað.