Hitaveitur

Hitaveita Suðurnesjum

Suðurnes

  • Hitaveita-sudurnesjum

Verkís annast hagkvæmniathuganir, áætlanagerð, kostnaðaráætlanir, verkefnastjórn, eftirlit, hönnun, burðarþol, lagnakerfi, rafmagns-, stjórn- og eftirlitsbúnað, framkvæmdaeftirlit, prófanir og gangsetningu.

 Stærðir: 150 MW og 600 l/s
 Verktími:  1976 - 

Almennt um verkefnið:
Sveitafélögin á Suðurnesjum hófu samstarf á jarðhitanýtingu árið 1973 þar sem tvær 1.500m borholur sýndu lofandi niðurstöður. Innsett afl jarðhitaveitu Suðurnesja er nú yfir 150 MW með veittri orku frá Svartsengi jarðvarmavirkjun sem er staðsett á miðjum Suðurnesjum. Hitaveitukerfið veitir ýmsum sveitafélögum á svæðinu heitt vatn.

Verkís hefur hannað allt jarðhita- og hitaveitukerfi í eigum HS veitna, þar á meðal allar dælustöðvar, geymslutánka, dreifikerfi í Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Garði, Vogum og á Keflavíkurflugvelli, að meðtöldum fyrrum starfsstöðum US Navy. Dreifikerfin eru einnar leiðslu kerfi nema á flugvallar svæðinu þar sem það er tvöfallt.

Undanfarin ár hefur Verkís séð um þrýsti- og flæðilíkan af öllu veitukerfinu á Suðurnesjum vegna aukinnar heitavatnsnotkunar. Fyrirtækið hefur einnig gert ýmsar hagkvæmnisathuganir og rannsóknir til stuðnings fyrir HS veitur vegna þróunar á framleiðslustefnu þeirra.