Hitaveitur

Hitaveita Xianyang

Kína

  • Hitaveita-Xianyang

Verkís annast hagkvæmniathuganir, frumdrög að hönnun, verkefnastjórn og eftirlit.

 Stærðir: 30 MW
 Verktími:  2005 - 

Almennt um verkefnið:
Markmið verkefnisins er að þróa hitaveitukerfi til húshitunar og notkunar inn á heimilium, þar sem kraftur og orka jarðhitavatns mun vera meðhöndlað og dreift á skilvirkan hátt. Þróun jarðhitaveitukerfis í Xianyang mun bæta lífsgæði íbúanna og auka efnahagslega þróun á svæðinu. Einnig mun notkun jarðhita í stað kola og annarra jarðefnaeldsneytir draga úr loftmengun og þannig stuðla að hreinna umhverfi.

Hluti borgarinnar er í uppbyggingu og um 2020 mun gólfflötur þeirra vera samtals 2 millj. m2. Til lengri tíma litið er markmiðið með jarðhitaveitunni að ná eins mikið og hægt er af svæðinu með jarðvarma. Í fyrsta áfanga var hitaveitukerfi þróað fyrir 1,5 millj. m2 svæði sem einkennist af háskólum og nokkrum húsnæðum fyrir nemendur. Næst var unnið að nýju svæði við suður bakka Wei River sem eru íbúðarhúsnæði og skrifstofuhúsnæði.

Jarðhitakerfið er hannað, smíðað og strafrækt í samræmi við þá tækni sem notast hefur verið við hérlendis.