Snjóbræðsla
höfuðstöðvar orkuveitu reykjavíkur
Bæjarháls 1 - 110 Reykjavík
Verkís annaðist hönnun og útboð á frárennsli-, snjóbræðslu- og olíuskiljulögnum, hönnun stjórnbúnaðar snjóbræðslukerfis, umsjón og eftirlit.
Stærðir: 19.000 m2 |
Verktími: 2003 - 2007 |
Almennt um verkefnið:
Verkefnið fólst í lóðargerð hjá höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, þar sem Verkís sá um umsjón og eftirlit við byggingu stoðveggja og lóðargerð. Í því fólst meðal annars 19.000 m2 snjóbræðsla.
Höfuðstöðvar OR að Bæjarhálsi eru 21.000 m2 og 78.500 m3, á 7-8 hæðum auk kjallara, ásamt tveggja hæða bílageymslu. Eldra hús var endurgert og tengt nýju byggingunum.