Vatnsveitur

Dælustöð Norðlingaholti

Norðlingaholt - Reykjavík

  • Daelustod-Nordlingaholti

Verkís annaðist hönnunarstjórn, forathugun, frumhönnun, fullnaðarhönnun, gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlunar, útboðsgögn, yfirferð tilboða, lagnakerfi, loftræsikerfi, burðarvirki og vélbúnað.

 Stærðir: 128 m2 húsbygging
 Verktími:  2005 - 2006

Almennt um verkefnið:
Dælustöð þessi var byggð árin 2005-2006. Hún þjónar Norðlingaholts-hverfi. Húsbyggingin skiptist í dælusal og rafbúnaðarherbergi, auk anddyris og salernis.

Stöðin fær vatn úr Suðuræð, allt að 90°C heitt. Vatnið er blandað bakvatni frá hverfinu þannig að framvatnshiti frá stöðinni er 80°C. Afgangs bakvatni frá hverfinu er dælt inn á Suðuræð. Í dælustöðinni er pláss fyrir eina framvatnsdælu, sem sett yrði upp ef þrýstingur á Suðuræð er ekki nægur. Einnig er reiknað með að stöðin geti tekið við bakvatni frá Seláshverfi og eru bakvatnsdælur hannaðar til að geta dælt því bakvatni (120 m3/klst.) inn á Suðuræð. Dælustöðin er önnur dælustöð á Suðuræð á eftir Vatnsendastöð, sem dælir bakvatni inn á æðina. Með því er heita vatnið í Suðuræð kælt niður í 80°C áður en því er dreift til notenda.