Vatnsveitur

Vatnsveita að Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar

  • Vatnsveita-ad-Vestmannaeyjum

Verkís annaðist fullnaðarhönnun, gerð útboðsgagna, yfirferð tilboða og samningagerð.

 Stærðir: 22 km
 Verktími:  2006 - 2008

Almennt um verkefnið:
Vestmannaeyjabær bjó við vatnsskort til ársins 1968. Fram að því höfðu verið gerðar margar árangurslausar tilraunir til borunar eftir vatni. Brunnar voru við hvert heimili og regnvatni safnað af þökum. Árið 1965 var ákveðið að leggja vatnsveitu frá landi og að virkja tvær vatnslindir í landi Syðstu Merkur sem eru í 220 m.y.s. Lagnirnar voru 22 km af 10“ asbeströrum að Landeyjarsandi. Neðansjávarleiðslurnar eru um 13 km á lengd önnur 4“ en hin 7“. Árið 2006 var 7“ lögnin endurnýjuð í 8“.

Þann 8. júlí 2008 lauk lagningu nýrrar vatnsleiðslu frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja. Um sólahring tók að leggja hana frá Landeyjasandi til Vestmannaeyja en tengingar, frágangur og þrýstiprófun tók tæpan hálfan mánuð. Við flutning og lagningu vatnsleiðslunnar var skipið Henry P Lading notað. En það skip var einnig notað við lagningu fyrstu vatnsleiðslunnar til Vestmannaeyja fyrir 40 árum, en sú pípa var fyrsta vatnsleiðslan sem NKT framleiddi.

Innra þvermál nýju vatnsleiðslunnar er 200 mm, lengd pípunnar er 12.566 m og þyngd hennar um 1.260 tonn. Utan á plastpípunni eru styrkingar úr stáli til að taka upp innri þrýsting og togálag og yst er plasthlífðarkápa. Pípan var framleidd sem ein samfelld lengja og kom til landsins á einu kefli. Pípan var prófuð í einn sólarhring með 105 bar þrýsting.