Ástandsmat og verðmat

Eldgos í Grímsvötnum

Suðurland

  • Eldgos-i-Grimsvotnum

Verkís annaðist verkefnastjórn og tjónamat á mannvirkjum.

Verktími:  2011 - 2012

Almennt um verkefnið:
Eldgos í Grímsvötnum hófst þann 21. maí 2011 og stóð til 28. maí sama ár. Strax við upphaf gosins sást gosmökkurinn frá Egilsstöðum og Selfossi sem náði hæst 20 km hæð. Gjóskan var fínkorna og hélst á lofti í marga daga, þar sem hún var mestmegnis basaltgler með litlu hlutfalli mengandi efna. Mesta tjón varð vegna öskufalls á nærliggjandi svæðum.

Röskun var á flugi innan lands en lítið erlendis þar sem Keflavíkurflugvöllur náði að fylgjast það vel með gosinu að mögulegt var að hefja flug mun fyrr, notast var við ratsjá sem var settur upp eftir gosið í Eyjafjallajökli.