Jarðskjálfti á Suðurlandi árið 2000
Suðurland
Verkís annaðist verkefnstjórn og matsstörf.
Stærðir: 6,6 stig á Richter |
Verktími: 2000 - 2002 |
Almennt um verkefnið:
Yfirstjórn og skipulagning tjónamats og almenn matsstörf vegna tjóna af völdum jarðskjálfta í júní árið 2000. Matsstörfin fólust einkum í könnun og skilgreiningu skemmda á mannvirkjum, verkáætlun vegna viðgerða og kostnaðarmat vegna þeirra.
Klukkan 15:45 þann 17. júní 2000 reið jarðskjálfti yfir stórt svæði á Suðurlandi. Upptök skjálftans eru talin hafa verið við Skammbeinsstaði í Holtum og mældist hann 6,6 stig á Richter-kvarða (Ms). Verst urðu úti húseignir í Holta- og Landssveit og á Hellu. Fjórum dögum síðar reið annar skjálfti yfir, kl. 01:15. Upptök hans voru við Hestfjall og mældist hann 6,6 stig. Að þessu sinni urðu mestar skemmdir á húsum á Skeiðum og í Gnúpverjahreppi.