Málþing um Úrgangsstjórnun
Þriðjudaginn 30. apríl 2019 kl. 8:30 - 11:30
Verkís stendur fyrir málþingi um úrgangsstjórnun. Meðhöndlun sorps og úrgangsstjórnun er brýnt viðfangsefni hér á landi sem og um allan heim. Mikilvægt er að ná tökum á þeim áskorunum sem fylgja málaflokknum og að lausnir verði á forsendum umhverfismarkmiða.
Fyrirlesarar:
Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Dr. Ella Stengler, framkvæmdastjóri CEWEP
Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu
Rune Dirdal, framkvæmdastjóri Kvitebjörn Bio-El Noregi
Stefán Guðsteinsson, skipatæknifræðingur hjá ENVO
Staðsetning:
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Húsið opnar kl. 8:30 með léttum morgunverði í boði Verkís. Dagskrá hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 11:30. Sveinn I. Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, mun opna fundinn.
Fundarstjóri er Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur.
Boðið verður upp á beina útsendingu frá fundinum, sem þarfnast ekki skráningar, sjá nánar hér.
Frítt er inn á viðburðinn en skráning er nauðsynleg vegna takmarkaðs sætaframboðs. Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan.