Vistvænar samgöngur

Vistvænar samgöngur

Við hvetjum þig til að nýta vistvænar samgöngur þegar þú heimsækir okkur. Við höfuðstöðvar okkar að Ofanleiti 2 í Reykjavík er aðstaða á tveimur stöðum fyrir gesti til að læsa hjólum. Strætisvagnar númer 2, 13 og 14 stoppa á Listabraut, vagnar 1, 4 og 55 á Kringlumýrarbraut og vagnar 14 og 18 á Bústaðaveg.

Fyrir framan Ofanleiti 2 eru hjólagrindur og - bogar, fyrir aftan húsið eru hjólabogar. Gestum er velkomið að læsa hjólum sínum á þessum stöðum. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá staðsetningu hjólagrindanna og boganna, ásamt næstu stoppistöðvum Strætó.Gestir okkar hafa aðgang að reiðhjólapumpu og helstu verkfærum til smávægilegra viðgerða á reiðhjólum. Í anddyri er hægt að hengja upp fatnað.

Vistvaenar-samgongur_1557933568858