10/02/2022

Miðgarður – fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Miðgarður, fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Verkís fagnar formlegri opnun Miðgarðs sem fram fór um sl. helgi með fyrstu æfingum innandyra í húsinu. Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun hússins.

Miðgarður er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð auk teygju- og upphitunaraðstöðu og fyrsta flokks styrktar- og þrekæfingaaðstöðu, ásamt tilheyrandi stoðrýmum og verður því mikil lyftistöng fyrir íþrótta- og heilsueflandi starfsemi í Garðabæ

Framkvæmdin er ein sú stærsta sem Garðabær hefur ráðist í og hófst með skóflustungu í maí 2019.

ASK arkitektar sáu um hönnun hússins ásamt Verkís og ÍAV sá um byggingu þess.

Frétt af gardabaer.is: Fyrsta æfingin í Miðgarði í Vetrarmýri
Frétt af mbl.is: Miðgarður kostaði fjóra milljarða

Heimsmarkmið

Miðgarður, fjölnota íþróttahús í Garðabæ