Áhugavert verkefni
Blikastaðir
Blikastaðaland er opið og óbyggt svæði. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúrugæði, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi.
Lesa meira
Orka
Qorlortorsuaq vatnsaflsvirkjunin
Sérfræðingar Verkís unnu staðarmat og hagkvæmniathugun, EPC tilboðsgerð, útboðshönnun fyrir undirverktaka, deilihönnun allra byggingahluta virkjunarinnar, deilihönnun og/yfirferð hönnunar raf- og vélbúnaðar, sem og úttektir og gangsetningu virkjunarinnar.

Orka
Búðarhálsvirkjun
Sérfræðingar Verkís unnu að yfirferð/rýni á verkhönnun og hönnunarforsendum virkjunarinnar ásamt yfirferð/rýni á hönnun byggingarvirkja. Jafnframt útboðshönnun á vél- og rafbúnaði og gerð útboðsgagna, mat á tilboðum verktaka og gerð verksamninga ásamt hönnunarrýni á deilihönnun verktaka á vél- og rafbúnaði.

Byggingar
Bodø sundhöll
Hlutverk Verkís er almenn verkefnisstjórn, gerð kostnaðaráætlana, hönnun burðarvirkja, fráveitu- hreinlætis- og hitakerfa, sundlaugakerfa, loftræsikerfa, raf- og smáspennukerfa, lýsingar, stýrikerfa, brunahönnun, hljóðvistarhönnun, orkuöflun, orkureikningar og jarðtækni