Gæðastjórnun og úttektir
Verkís aðstoðar fyrirtæki sem vilja nýta aðferðafræði gæðastjórnunar við að aga vinnubrögð, bæta samkeppnishæfni og ná betri árangri í rekstri.
Með kerfisbundinni nálgun eru skilgreindir og skrifaðir fastmótaðir vinnuferlar með það að markmiði að mæta framsettum kröfum og væntingum viðskiptavina á sem hagkvæmastan hátt. Alþjóðlegir staðlar um stjórnunarkerfi setja fram kröfur þeirra, þar á meðal eru ISO 9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnun og OHSAS 18001 um öryggisstjórnun.
Verkís tekur líka að sér gæðastjórnun og gæðaeftirlit í verklegum framkvæmdum þar sem unnin er gæðahandbók / gæðaviðmið verkefnisins, vinnuferlar og kröfur til birgja eru skilgreind og eftirlit er haft með að afhending efnis og búnaðar sé í samræmi við skilgreindar kröfur.
- Susanne Freuler
Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc. / Viðskiptastjóri
- Svið: Iðnaður
- suf@verkis.is
- Örn Steinar Sigurðsson
- Byggingarverkfræðingur
- Svið: Iðnaður
- oss@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |