Vararafstöðvar
  • smáralind

Varaaflstöðvar

Verkís hefur unnið að ráðgjöf og hönnun vegna fjölda vararafstöðva fyrir ýmis fyrirtæki og stofnanir s.s. sjúkrahús, fjarskiptafyrirtæki, virkjanir, iðjuver og verslanamiðstöðvar. 

Um er að ræða stórar og smáar stöðvar, frá nokkrum kW til nokkurra MW. Yfirleitt er um miklar kröfur að ræða hvað varðar val á búnaði miðað við aðstæður og álagsgerð, áreiðanleika og öryggi. Þjónustan nær til allra þátta vararafstöðva og er þar m.a. um að ræða byggingarvirki, díselvélar, rafala, eldsneytiskerfi, kælikerfi, rafgeyma, aflkerfi, stjórn- og varnarbúnað, hjálparbúnað og öryggisbúnað.

Carine_chatenay_h3-Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka
cc@verkis.is
Johannes_ofeigssonJóhannes Ófeigsson

Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka
jo@verkis.is

Þjónusta

  • Þarfagreining, prófanir og gangsetningar
  • Útboðs- og deilihönnun
  • Útboðsgagnagerð og innkaup
  • Gerð verksamninga og verkeftirlit
  • Rekstur lögbundinna öryggisstjórnunarkerfa