Hjóla- og göngustígar

Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf við gerð á göngu- og hjólastígum.

Starfsmenn Verkís hafa áratuga reynslu og þekkingu við gerð hjóla- og göngustíga. Sérfræðingar á samgöngusviði fást daglega við hönnun og umferðarskipulag fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur sem og bílaumferð og almenningssamgöngur. Verkís hefur að leiðarljósi að veita alhliða þjónustu og koma með lausnir sem eru greindar á grundvelli hagkvæmni og öryggis. Á verktíma bjóðum við upp á verkefnastjórnun, eftirlit og stuðning við ákvarðanatöku. 

Tengiliður: Egill Viðarsson

Þjónusta

Hönnun á hjólastígum með tilliti til:
  • Umferðaröryggis
  • Umferðarflæðis
  • Umferðar/samgönguskipulags
  • Landslagsarkitektúr
  • Verkefnastjórnun
  • Kostnaðarmat
  • Skýrslugerð
  • Gerð útboðsgagna