Umferðartækni

Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á þeim sviðum er snúa að umferð og hefur unnið að ýmiss konar verkefnum fyrir hið opinbera sem og fyrirtæki og einstaklinga. 

Fyrirtækið hefur unnið ýmis verkefni tengdum umferðar- og svæðisskipulagi, umferðaöryggi, gerð leiðbeininga um hraðalækkandi aðgerðir á þjóðvegum í þéttbýli og veitir heildstæða þjónustu á þessu sviði. Einnig ýmis verkefni tengdum umferðarkönnunum, umferðarspám og umferðartalningu.

Verkís býður upp á heildstæða þjónustu við úttekt á umferðarkerfi sveitarfélaga og þjónustu varðandi hönnun þjóðvega þar sem þeir fara um þéttbýli. Um er að ræða aðferð sem notuð hefur verið til að auka umferðaröryggi og minnka umhverfisáhrif umferðar. Farið er yfir slysagögn, merkingar og gefnar ráðleggingar með þeim tilgangi að lækka umferðarhraða, fækka umferðaróhöppum, bæta hljóðvist, auðvelda gangandi vegfarendum að komast yfir vegi, minnka ótta óvarinna vegfarenda og fegra umhverfi vegarins.

Þjónusta

  • Ráðgjöf varðandi rekstur og viðhald vegakerfa
  • Úttekt á umferðarkerfi sveitafélaga
  • Hönnun þjóðvega þar sem þeir fara um þéttbýli
  • Umferðarspár, umferðarkannanir og umferðartalningar