Brunavarnir-gróðureldar

Brunavarnir - Gróðureldar

  • Brunavarnir - gróðureldar

Verkís veitir sveitarfélögum, landeigendum, sumarhúsafélögum, umsjónaraðilum sumarhúsasvæða og einstaklingum ráðgjöf varðandi forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda.

Ástand eldri svæða er oft mjög slæmt í þessu tilliti og mikilvægt að endurbæta brunavarnir eldri þeirra. Vegir eru oft lélegir, skortur á vatni og flóttaleiðir óljósar. Mikilvægt er að íbúar á svæðinu hafi aðgang að og þekki örugg svæði. Þá þarf einnig að skipuleggja viðbrögð við gróðureldum á svæðunum, gera rýmingaráætlanir og útvega nauðsynlegan búnað.

Við skipulag nýrra sumarhúsasvæða er mikilvægt að hugað sé að brunavörnum vegna gróðurelda. Tryggja þarf m.a. vatnsöflun, flóttaleiðir, vegi og örugg svæði. Gera þarf grein fyrir þessum þáttum þegar ný svæði eru skipulögð.

Ef óskað er eftir fræðslu eða ráðgjafar er bent á að hafa samband við Dóru Hjálmarsdóttur, öryggisráðgjafa og verkfræðing, dh@verkis.is

Pistill: Hagnýt ráð til sumarhúsaeigenda vegna gróðurelda

Sjá nánar á síðunni www.grodureldar.is.

Verkefni