Umhverfi og skipulag

Umhverfi og skipulag

  • Hjálmur Verkís

Verkís veitir fyrirtækjum, einstaklingum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Þjónustan felur meðal annars í sér greiningu og mat á umhverfisáhrifum atvinnustarfsemi og vöktun og áætlanir um úrbætur. Fyrirtækið tekur að sér rannsóknir á mörgum sviðum er tengjast umhverfi og öryggi; t.d rennslisháttum vatnsfalla, aurburði, setmyndun og rofi, athuganir á hljóð- og loftmengun, jarðfræði og fuglum. 

Við aðstoðum við starfsleyfisumsóknir og skipulagningu mótvægisaðgerða og vöktunar. Einnig veitum við fyrirtækjum ráðgjöf við útfærslu, gerð og endurskoðun græns bókhalds og ársskýrslu um umhverfismál og getum aðstoðað við innleiðingu umhverfisstjórnunar í fyrirtækjum. Við aðstoðum við gerð fræðsluefnis um umhverfismál,  náttúru og framkvæmdir.

Verkís býður uppá vistferilsgreiningar en niðurstöður slíkra greininga geta m.a. nýst til að lágmarka umhverfisáhrif vöru og þjónustu eða til útreikninga á vistspori og kolefnisspori þeirra.

Hugrun_gunn_h3

  • Hugrún Gunnarsdóttir
  • Fiskfræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
  • Svið: Samgöngur og umhverfi
  • hug@verkis.is

Haukur Þór Haraldsson

  • Haukur Þór Haraldsson
  • Líffræðingur / Viðskiptastjóri
  • Svið: Samgöngur og umhverfi
  • htoh@verkis.is