Skipulag
  • Reykjavík yfirlitsmynd

Skipulag

Verkís veitir ýmsa þjónustu við undirbúning og gerð skipulagsáætlana.

Veitt er ráðgjöf við gerð forsendna, stefnumótunar, skipulagsuppdrátta, og afgreiðslu og meðferð áætlana í skipulagsgerð. Ráðgjöf fyrirtækisins tekur til allra skipulagsstiga; landsskipulagsstefnu, svæðisskipulags, aðalskipulags, rammaskipulags, hverfisskipulags og deiliskipulags, sem og breytinga á framangreindum áætlunum. Auk þess vinnur Verkís að öðrum verkefnum sem tengjast skipulagsmálum, t.d. umhverfismati áætlana, mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, umferðarskipulagi og skipulags- og umhverfisverkefnum á friðlýstum svæðum og ferðamannastöðum.

Mikilvægt er að gerð skipulagsáætlana sé unnin samhliða umhverfismati og annarri áætlanagerð og í einhverjum tilfellum er skynsamlegt að samtvinna hana við hönnun mannvirkja. Þannig er hægt að nýta skipulagsgerðina og umhverfismatið til stefnumótunar og mótun forsendna þar sem bæði umhverfislegir og fjárhagslegir þættir vega þungt. Þannig getur ítarlega unnin skipulagsvinna skilað sér í fjárhagslegum ábata fyrir verkefni þar sem hún getur lágmarkað óvissuþætti og tryggt að besta lausnin verði fyrir valinu hverju sinni.

Haukur Þór HaraldssonHaukur Þór Haraldsson
Líffræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
htoh@verkis.is
Erla_byrndis_h3-Erla Bryndís Kristjánsdóttir
Landslagsarkitekt / Hópstjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
ebk@verkis.is

Þjónusta

  • Umhverfismál, þjónustukerfi og samgöngukerfi
  • Umferðarspár og umferðaröryggi
  • Byggingaþróun og byggðarmynstur
  • Vistvæn byggð og umhverfismat
  • Skipulags- og verndaráætlanir
  • Kortagerð og landupplýsingar