Mælum okkur mót
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á heildarlausnir á öllum skipulagsstigum. Samráð er haft við hagsmunaaðila og stofnanir á öllum stigum ferlisins, auk umsjónar með kynningum og ráðgjöf í staðfestingarferli.
Skipulagsstigin
- Strandsvæðisskipulag
- Svæðisskipulag
- Aðalskipulag
- Deiliskipulag
- Hverfisskipulag
- Rammaskipulag
Verkís leggur áherslu á að samþætta umhverfismat áætlana inn í skipulagsgerðina til að tryggja að skipulagsáætlanir stuðli að sjálfbærri þróun, hafi sem jákvæðust áhrif á samfélag, efnahag og náttúru.
Verkís veitir einnig þjónustu á öðrum sviðum sem tengjast skipulagsmálum, til dæmis umhverfismati framkvæmda, umferðarskipulagi og verndaráætlunum. Ásamt BREEAM vottun skipulags sem felur í sér aðkomu að vottun deiliskipulags fyrir hverfi og uppbyggingarreiti. Verkís kemur að gerð nýrrar loftslagsstefnu fyrir sveitarfélög, ásamt staðarvalsgreiningu í tengslum við flutning starfsemi fyrirtækis.
Þjónusta
- Verkefnisstjórnun
- Stafrænt skipulag
- Samráð við skipulagsgerð og samráðsáætlanir
- Skipulagslýsingar
- Forsendugreiningar
- Valkostagreiningar
- Umhverfismat áætlana
- BREEAM úttektir
- Tillögugerð
- Kortagerð
- Sértækar greiningar
- Staðarvalsgreiningar
- Lóðarblöð
- Loftslagsstefna
Verkefni
- Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkur, Súðavíkur, Dalabyggðar, Suðurnesjabæjar, Tjörneshrepps
- Deiliskipulag Vesturbyggð á Borg, Miðbæjar Ísafjarðar, Hvalárvirkjunar, Tunguhverfi á Ísafirði, Auðarskóli og íþróttahús, athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg á Akureyri
- Hverfisskipulag íbúðarhverfa í Grindavík
- Strandsvæðisskipulag fyrir Austfirði og Vestfirði – samráðsvinna
- BREEAM vottun skipulags fyrir Ártúnshöfða og Blikastaðaland
- Umhverfis- og loftlagsstefna fyrir Suðurnesjabæ og Norðurþing
- Staðarvalsgreining fyrir Þjónustumiðstöð borgarlandsins, matsöluverslun á Ártúnshöfða og Siglingaklúbbinn Brokey