Veitur

VEITUR

  • Vatnsveita-ad-Vestmannaeyjum

Verkís veitir fjölþætta þjónustu og ráðgjöf við undirbúning og hönnun veitumannvirkja, s.s. fyrir fráveitur, hitaveitur eða vatnsveitur. 

Fyrirtækið býr yfir sérfræðingum með áratuga reynslu á sviði veitumála þegar kemur að hönnun lagna, vélbúnaðar, rafbúnaðar og stjórnkerfa. Í áratugi hefur Verkís sinnt fjölmörgum verkefnum af öllum stærðum og gerðum á sviði vatns- og hitaveitumála og unnið fyrir opinbera jafnt sem einkaaðila. Ásamt þeirri þjónustu sem fyrirtækið býður upp á veitir það einnig ráðgjöf við veitubyggingar, dælustöðvar, miðlunargeyma, stofnæðar og önnur veitumannvirki.

Sigurður Grétar SigmarssonSigurður Grétar Sigmarsson

Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
sgrs@verkis.is

Vala_jonsdottir_h3-Vala Jónsdóttir

Umhverfisverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
vj@verkis.is