Fréttir: 2017

Fyrirsagnalisti

Jólakveðja2017

21/12/2017 : OPNUNARTÍMI VERKÍS YFIR HÁTÍÐIRNAR

Opnunartími móttöku Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík yfir jól og áramót verður eftirfarandi: 

nánar...
Hádegissteinn

19/12/2017 : Verkís leggur til að Hádegissteinn verði fjarlægður

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að láta fjarlægja Hádegisstein í Bakkahyrnu ofan Hnífsdals, líkt og Verkís lagði til í haust. Ljóst þykir að steinninn, sem vegur tugi tonna, er á hreyfingu og gæti fyrirvaralaust hrunið niður í byggðina.

nánar...
Flughlöð

14/12/2017 : Þróun flughlaðs við Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Verkís hefur á síðustu árum verið stór þátttakandi í stækkun flughlaða á Keflavíkurflugvelli ásamt því að taka þátt í mótun skipulags flughlaðssvæðisins við flugstöðina og á Háaleitishlaði til framtíðar. 

nánar...
Heimili-fyrir-folk-med-heilabilun_Askim

12/12/2017 : Nýtt heimili fyrir fólk með heilabilun opnað í Askim

Í byrjun október var opnað nýtt heimili fyrir fólk með heilabilun í Askim í Noregi. Í húsinu, sem er 850 m², eru átta einstaklingsíbúðir en auk þess eru rúmgóðar borð- og setustofur ásamt tæknirýmum og stoðrýmum.

nánar...
Borhola poddebice

8/12/2017 : Forathugun á nýtingu jarðhita til húshitunar í Póllandi

Miklir möguleikar eru fyrir hendi á nýtingu jarðhita til kyndingar í Póllandi og til að vel takist til er nauðsynlegt að höfð sé samvinna með færustu sérfræðingum á sviði nýtingar jarðhita og húshitunar.

nánar...
Ný læknavakt í Askim

7/12/2017 : Ný læknavakt opnuð í Askim við hátíðlega athöfn

Síðustu ár hefur hafa Verkís og Arkís unnið að for-, frum- og deilihönnun vegna breytinga á rúmlega 10.000 m², gömlu sjúkrahúsi í Askim í Østfold í Noregi en markmiðið er að húsið nýtist sem heilsumiðstöð með fjölbreytta starfsemi.

nánar...
Sundhöll Reykjavíkur

4/12/2017 : Sundhöll Reykjavíkur opnuð á ný

Ný viðbygging og útilaugasvæði var opnuð við Sundhöll Reykjavíkur í gær. Verkís annaðist alla verkfræðihönnun í verkinu. 

nánar...
Hreinsistöð á Kjalarnesi

29/11/2017 : Hreinsistöð Veitna á Kjalarnesi tekin í notkun

Ný hreinsistöð Veitna á Kjalarnesi var formlega tekin í notkun í síðustu viku. Vinna við verkið hófst árið 2006 en hlé var gert á því árið 2010. Frá því að verkinu var haldið áfram í byrjun árs 2015 hefur hönnun og eftirlit verið í höndum Verkís.

nánar...
Agnes Gunnarsdóttir

29/11/2017 : Agnes nýr gæðastjóri Verkís

Agnes Hólm Gunnarsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Verkís. Agnes er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í framleiðslutæknifræði frá Háskóla Suður Danmerkur í Sönderborg.

nánar...
Prestelvbrua

28/11/2017 : Verkís metur stærð hönnunarflóða fyrir norsku vegagerðina

Verkís hefur frá síðustu áramótum unnið fjölda flóðamata fyrir norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, auk þess að stærðarhanna brýr og ræsi og meta þörf á rofvörnum við þessi mannvirki.

nánar...
Atvinna auglýsing

24/11/2017 : Verkís leitar að öflugum liðsmönnum

Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni, sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.

nánar...
Lagarfoss

23/11/2017 : Flöskuskeytið strandaði við Lambhólma en hefur verið sjósett að nýju

Þann 3. nóvember síðastliðinn varpaði tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti flöskuskeyti, sem inniheldur 7“ vínylplötu, úr þyrlu í hafið skammt vestur af Reykjanesskaga. Til að byrja með var skeytið í Faxaflóa en endaði síðan í Breiðafirði þar sem það strandaði við Lambhólma, einni af fjölmörgum eyjum í firðinum. 

nánar...
Ofanleiti Verkís

21/11/2017 : Íslenski ferðaklasinn heldur fund í húsakynnum Verkís

Miðvikudaginn 22. nóvember heldur faghópur um mannauðsstjórnun innan Íslenska ferðaklasans fund í höfuðstöðvum Verkís í Ofanleiti 2 í Reykjavík. 

nánar...
Glerárvirkjun

21/11/2017 : Framkvæmdir við Glerárvirkjun í fullum gangi

Framkvæmdir við nýja Glerárvirkjun ofan Akureyrar eru nú í fullum gangi. Virkjunin verður rúmlega þrjú MW og fer allt rafmagn frá henni beint inn á raforkukerfi Akureyrarbæjar. 

nánar...
Þeistareykir

17/11/2017 : Gangsetning fyrri áfanga Þeistareykjavirkjunar

Þeistareykjavirkjun er 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 MW áföngum. Formleg gangsetning fyrri áfangans fer fram í dag en til stendur að ræsa þann síðari vorið 2018.

nánar...
Husavikurhofdagong

15/11/2017 : Húsavíkurhöfðagöng tekin í notkun

Búið er að taka Húsavíkurhöfðagöng í notkun en þau tengja saman iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn. 

nánar...
Síða 1 af 6