Óðinstorg Lýsingarhönnun

17/7/2019 : Glæða Óðinstorg lífi

Í sumar hefur verið unnið af fullum krafti við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis. Að framkvæmdunum loknum mun þetta vinsæla torg í Þingholtunum hafa tekið stakkaskiptum, breyst úr bílastæði í almannarými. Verkís sér um lýsingarhönnun, hönnun rafmagns, blágrænna ofanvatnslausna og snjóbræðslu. 

nánar...

15/7/2019 : SUMAROPNUN MÓTTÖKU VERKÍS Í OFANLEITI 2

Frá og með 15. júlí breytist opnunartími Verkís tímabundið vegna sumarleyfa starfsmanna.

nánar...
Hleðsla rafbíla

11/7/2019 : Ætlar húsfélagið þitt að sækja um styrk vegna hleðslubúnaðar?

Næstu þrjú ár verða veittar 120 milljónir í styrki til húsfélaga í Reykjavík sem ætla að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Mögulegt verður að sækja um allt að 1,5 milljón króna styrk og er frestur vegna fyrstu úthlutunar 1. september 2019. 

Til þess að umsóknin teljist gild þarf hún að uppfylla nokkur skilyrði og við hjá Verkís getum aðstoðað þig með það.

nánar...
Sundlaug keppni Verkís 2019

9/7/2019 : Hljóp síðustu metrana til að fara í sund í tíu mínútur

Í sumar fer sundlaugakeppni Verkís fram í áttunda skipti. Keppnin stendur yfir í þrjá mánuði, frá 1. júní til 31. ágúst og keppist starfsfólk fyrirtækisins um að prófa sem flestar laugar á þeim tíma í von um að sigra keppnina. Sumarið 2016 var met slegið þegar sigurvegararnir fóru í 64 laugar. 

nánar...
wowlið Verkís 2019

2/7/2019 : Góður árangur í WOW CYclothon

Í ár sendi Verkís eitt tíu manna lið í WOW Cyclothon. Hópurinn keppti í fyrirtækjaflokki þar sem krafan er um að allir í keppnishópnum séu starfsmenn fyrirtækisins sem þau keppa fyrir.

nánar...
Kjalarnes yfirlitsmynd

1/7/2019 : Verkís hannar breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes

Vegagerðin hefur tekið tilboði Verkís um verkhönnun vegna breikkunar Vesturlandsvegar um Kjalarnes. 

nánar...

28/6/2019 : Mikilvægt að endurheimta votlendi í baráttunni við loftslagsbreytingar

Í sérblaði Fréttablaðsins, Kolefnisjöfnun, sem kom út í dag, föstudaginn 28. júní, er viðtal við Arnór Þórir Sigfússon, dýravistfræðing og verkefnastjóra.

nánar...

27/6/2019 : Mikill áhugi á leðurgimpi Verkís

Þegar lá fyrir í dag að lið Verkís hefði safnað 200 þúsund krónum í áheitasöfnun WOW Cyclothon fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal var ekki annað í stöðunni en að efna loforðið mikla.

nánar...
Umfjöllun um fjölnota íþróttahús

25/6/2019 : Fjölnota íþróttahús sem tengja saman kynslóðir

Í nýjasta tölublaði Sóknarfæris, þar sem áhersla er lögð á framkvæmdir, er viðtal við þá Eirík Stein Búason, viðskiptastjóra íþróttamannvirkja hjá Verkís og Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóra á Byggingarsviði Verkís, um fjölnota íþróttahús. 

nánar...
Útilífsmiðstöð Heiðmörk

24/6/2019 : Verkís hannar útilífsmiðstöð í Heiðmörk

Á miðvikudaginn í síðustu viku undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Thelma Rún Van Erven, félagsforingi Skátafélagsins Vífils samning um útilífsmiðstöð í Heiðmörk í Garðabæ. Samhliða undirrituninni var tekin fyrsta skóflustunga að húsinu.

nánar...
Lógó Internoise 2019

20/6/2019 : Flutti erindi um þróun íslenskrar hljóðvistar

Steindór Guðmundsson, byggingar- og hljóðverkfræðingur á Byggingarsvæði Verkís, sótti ráðstefnuna Internoise í Madríd á Spáni í síðustu viku. Þar flutti hann erindi um íslenska hljóðvistarstaðalinn ÍST 45. 

nánar...
Yfirlitsmynd af Verkís vegna fréttar um sumarstarfsfólk

18/6/2019 : Sumarstarfsfólkið komið til starfa

Í sumar eru fjórtán sumarstarfsmenn hjá Verkís, níu konur og fimm karlar. Fjögur þeirra voru einnig hjá okkur síðasta sumar. Þau eru öll komin til starfa og sinna fjölbreyttum verkefnum.

nánar...
Lið Verkís í WOW Cyclothon tók þátt í hjólakvöldi

13/6/2019 : Tóku þátt í hjólakvöldi WOW Cyclothon og heimsóttu Reykjadal

Í ár hefur verið ákveðið að áheit sem safnast í WOW Cyclothoninu 2019 renni óskipt til sumarbúðanna í Reykjadal og hófst söfnunin formlega í gærkvöldi. Verkís sendir eitt tíu manna lið til keppni í ár og er mikill hugur í liðinu. 

nánar...
Breikkun brúar yfir Varmá

4/6/2019 : Breikkun brúar yfir Varmá velheppnuð áskorun

Verkís annast eftirlit með fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið felst meðal annars í breikkun brúar yfir Varmá. Áin og nágrenni hennar eru á Náttúruminjaskrá  og þurfti því að huga sérstaklega vel að því að framkvæmdir röskuðu ekki viðkvæmu jafnvægi í lífríki árinnar. Framkvæmdir máttu aðeins fara fram á þriggja mánaða tímabili.

nánar...
G Run Grundarfirði

1/6/2019 : Ný hátæknileg fiskvinnsla vígð á Grundarfirði

Í dag var ný hátæknileg fiskvinnsla Guðmundar Runólfssonar hf. opnuð formlega með vígsluathöfn. Um er að ræða eina fullkomnustu fiskvinnslu í Evrópu. 

nánar...
Þórdís ráðherra klippir á borða

29/5/2019 : Vígsla varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum

Varmadælustöðin í Vestmannaeyjum var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Verkís var ráðgjafi HS Veitna við verkið frá upphafi og annaðist meðal annars frum- og fullnaðarhönnun. Stöðin annar um 93% árlegrar varmaorku til húshitunar í Vestmannaeyjum.

nánar...
Síða 1 af 4