13/9/2019 : Umhverfisráðherra varpaði flothylki úr varðskipi

Í gær varpaði Guðmundur I. Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, flothylki úr varðskipinu Þór skammt undan Reykjanesi. Um er að ræða verkefni Plastic in a Bottle sem er á vegum PAME (Protection of the Artic Marine Evrionment) sem á að sýna hvernig rusl ferðast til og frá norðurslóðum. 

nánar...
Djúpborun á Reykjanesi

13/9/2019 : Fulltrúi Verkís fjallar um djúpborun á GRC 2019

Árlegur fundur GRC (Geothermal Resources Council) verður haldinn í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum dagana 15.-18. september nk. Þema fundarins er Geothermal: Green Energy for the Long Run. Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orkusviði Verkís, verður með erindi á námskeiði sem er hluti af fundinum.

nánar...
Erindi um hönnun flóðvara í stíflum Landsvirkjunar

12/9/2019 : Sögðu frá hönnun flóðvara á Íslandi

Pálmi Ragnar Pálmason og Kristín Martha Hákonardóttir, byggingarverkfræðingar á orkusviði Verkís, fluttu erindi um hönnun flóðvara í stíflum Landsvirkjunar á Evrópsku jarðtækniráðstefnunni sem haldin var í Hörpu 2. – 5. september sl. 

nánar...
Sumarstarfsfólk Verkís 2019

9/9/2019 : Sumarstarfsfólkið okkar kvatt

Þessa dagana hverfur sumarstarfsfólkið okkar hvert af öðru aftur til náms. Þau sinntu fjölbreyttum verkefnum síðustu mánuði og það var okkur mikil ánægja og lærdómur að hafa þessa hæfileikaríku einstaklinga í starfsmannahópi Verkís. 

nánar...
Atvinnaauglýsing

6/9/2019 : Verkís leitar að starfsmanni í stjórnkerfahóp Orkusviðs

Við erum að leita að verk- eða tæknifræðingi með iðnmenntun eða reynslu í vinnu við stjórnkerfi.

nánar...
Framkvæmdir við leikskólann Glaðheima í Bolungarvík

4/9/2019 : Bolvíkingar tóku nýjan leikskóla í notkun

Glaðheimar, leikskóli Bolungarvíkur, var opnaður í nýju og endurbættu húsnæði í byrjun ágúst eftir sumarfrí nemanda og starfsfólks. Verkís sá um hönnun á burðarvirkjum, lögnum og raflögnum, vann verklýsingu, magntöluskrá og kostnaðaráætlun vegna stækkun á leikskólanum. 

nánar...
Hótel Aðaltorg

2/9/2019 : Aðaltorg rís hratt í Reykjanesbæ

Hröð breyting hefur orðið á verkstað við Aðaltorg í Reykjanesbæ að undanförnu, en þar rís nú Courtyard by Marriott hótelið sem byggt er úr stáleiningum og kom með skipi til Helguvíkurhafnar í byrjun ágúst. 

nánar...
Útibússtjóri atvinnuauglýsing

30/8/2019 : Verkís leitar að útibússtjóra á Vesturlandi

Við leitum að reyndum verkfræðingi eða tæknifræðingi í stöðu útibússtjóra starfsstöðva Verkís á Vesturlandi með aðsetur í Borgarnesi eða á Akranesi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. 

nánar...
Jarðtækni ráðstefna

28/8/2019 : Verkís tekur þátt í Evrópsku jarðtækniráðstefnunni í Hörpu

Evrópska jarðtækniráðstefnan (ECSMGE 2019) verður haldin í Hörpu dagana 1. – 6. september 2019. Yfirskrift hennar er „Jarðtækni, undirstaða framtíðarinnar“ og er þetta í fyrsta skipti sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. 

nánar...
Jarðvarmavirkjun Þeistareykir

27/8/2019 : Þeistareykjavirkjun tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hefur verið tilnefnd til hinna virtu verðlauna Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu. Tilkynnt verður um vinningshafa á þrítugasta og fyrsta heimsþingi IPMA í Mexíkó í október.

nánar...
Sjóböð GeoSea

26/8/2019 : Sjóböðin á lista Time yfir 100 áhugaverðustu staði heims

Sjóböðin á Húsavík eru á lista tímaritsins Time Magazine yfir hundrað áhugaverðustu staði í heiminum til að heimsækja í ár og eru þau eini íslenski staðurinn á listanum. Verkís sá um alla verkfræðihönnun sjóbaðanna.

nánar...
Rafbílarallý2019

24/8/2019 : Lið Verkís annað íslenskra liða á HM í rafbílarallýi

Lið Verkís hafnaði í sjötta sæti af tíu liðum í heimsmeistaramótinu í rafbílarallýi sem fór fram í gær og í dag hér á landi. Þau Ragnar Haraldsson og Hlíf Ísaksdóttir voru í næst efsta sæti af íslensku liðunum og aðeins 0,7 sekúndu frá efsta sætinu. 

nánar...
rafbílarallý

23/8/2019 : Verkís sendir lið á heimsmeistaramót í rafbílarallýi

Í dag og á morgun fer fram annað heimsmeistaramótið í rafbílarallýi sem hefur verið haldið hér á landi. Markmið þess er m.a. að hvetja ökumenn til að breyta akstri sínum með áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni bílaumferðar með því að nota rafmagn sem drifkraft ökutækja. Ragnar Haraldson og Hlíf Ísaksdóttir munu taka þátt fyrir hönd Verkís og aka e-Golf, bíl í eigu fyrirtækisins.

nánar...
Sigþór viðtal Blindrafélagið gæðamál

18/8/2019 : Sé hindrunum rutt úr vegi hættir fötlun að skipta máli

Sigþór U. Hallfreðsson, iðntæknifræðingur hjá Verkís og formaður Blindafélagsins, segir að brúa þurfi bilið á milli skólagöngu og atvinnu. Það sé atvinnurekenda að skapa aðstæðurnar og gefa fólki tækifæri. Sjálfur er hann með 5-10% sjón og segir að hjá Verkís hafi honum verið búið starfsumhverfi sem hentar. 

nánar...
arnór gæs merkingar

15/8/2019 : Ekki vitað hvort grágæsin þolir veiðiálagið

Rannsókn á ungahlutfalli íslenskra grágæsa fær ekki lengur styrk og því er ekki lengur vitað um viðkomu gæsa hér á landi og hvort gæsin þolir veiðiálagið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali í Morgunblaðinu við Arnór Þóri Sigfússon, dýravistfræðing á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, sem fylgst hefur með hegðun gæsa í mörg ár.

nánar...
Jarðvarmaráðstefna IIGCE 2019

12/8/2019 : Verkís tekur þátt í IIGCE 2019

Jarðhitaráðstefnan Indonesia International Geothermal Convention and Exhibition verður haldin í sjöunda skipti í Jakarta í Indónesíu dagana 13. – 15. ágúst. 

nánar...
Síða 1 af 5