Fréttir: 2020

Fyrirsagnalisti

Blautklútar í ræsi

27/3/2020 : Blautklútar hlóðust upp í ræsi í Árbæ

Fyrr í þessari viku hætti rennslismælir Verkís í Árbæ að geta mælt dýpt í ræsi. Ástæðan reyndist vera sú að nokkuð magn blautklúta hafði hlaðist á hringinn sem mælirinn er festur á. Þegar búið var að fjarlægja klútana og koma mælinum fyrir á ný virkaði hann aftur sem skyldi.

nánar...
Nesodden sveitarfélag í Noregi

26/3/2020 : Verkís skrifar undir tvo rammasamninga í Noregi

Verkís skrifaði nýlega undir tvo rammasamninga í Noregi, annars vegar við sveitarfélagið Nesodden og hins vegar við endurvinnslufyrirtækið Romerike Avfallsforedlig IKS (ROAF). Fyrri samningurinn hljóðar upp á rúman milljarð íslenskra króna og seinni upp á hálfan milljarð íslenskra króna.

nánar...
Geirfuglinn2

26/3/2020 : Útrýming geirfuglsins fyrst og fremst manninum að kenna

Ekki er talið að geirfuglinn hafi verið í útrýmingarhættu áður en mikil aukning varð á veiðum á honum á 16. öldinni og því hafi útrýming geirfuglsins fyrst og fremst verið manninum að kenna. Það sýnir að stórir stofnar geta verið viðkvæmir fyrir mikilli staðbundinni nýtingu ef henni er ekki stýrt.

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

25/3/2020 : Aðgerðir vegna COVID-19

Eins og kunnugt er ríkja nú fordæmalausar aðstæður í samfélaginu vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Vegna ástandsins hefur óhjákvæmilega orðið mikil breyting á allri starfsemi í samfélaginu, en yfirvöld hafa með góðum upplýsingum og ráðum auðveldað okkur og öðrum að laga okkur að aðstæðum.

nánar...
Birkiborg Landspítali

24/3/2020 : Verkís hannar loftræsikerfi fyrir Landspítalann vegna COVID-19

Í dag verður tekin í notkun ný göngudeild við Landspítalann í Fossvogi. Þar mun dvelja fólk sem er smitað af COVID-19 veirunni og er of veikt til að vera heima en þó ekki nógu veikt til að vera lagt inn á spítalann. Um er að ræða Birkiborg, húsnæði Landspítalans í Fossvogi. Verkís hannaði loftræsikerfi fyrir göngudeildina og einnig fyrir gáma sem nýlega var komið fyrir við bráðamóttökuna.

nánar...
Sigþór Jóhannesson

20/3/2020 : Viðtal: Sigþór lagði hönd á plóg við orkuskipti heimilanna

Sigþór Jóhannesson hefur starfað sem verkfræðingur í rétt rúma hálfa öld. Þegar hann hóf störf að loknu námi var meirihluti húsa á Íslandi hitaður með olíu sem nú heyrir til undantekninga. Hann tók þátt í uppbyggingu hitaveitu víða um land en nýting jarðvarma hefur verið hans aðalstarf, bæði hér á landi og erlendis. 

nánar...
Endurnýjun húsnæðis Bolungavík sjálfbærni mannvirkja

19/3/2020 : Vilja breyta leikskóla og heilsugæslustöð í íbúðir

Á síðasta ári gerði Verkís úttekt á fimm fasteignum í eigu Bolungarvíkur með það fyrir augum að þeim yrði breytt í íbúðarhúsnæði. Fasteignirnar hafa m.a. gegnt hlutverki leikskóla, heilsugæslustöðvar og safns í gegnum tíðina. Úttekin var unnin af sérfræðingum Verkís á Ísafirði. Breytingarnar á fasteignunum gætu orðið meðal aðgerða til að vinna gegn neikvæðum efnahagslegum áhrifum af COVID-19 veirunni.

nánar...
Varnargarðar snjóflóð Flateyri

17/3/2020 : Verkís vinnur úttekt á endurbótum á ofanflóðavörnum á Flateyri

Ofanflóðanefnd hefur óskað eftir því við Verkís verkfræðistofu að gera úttekt á mögulegum endurbótum á ofanflóðavörnum á Flateyri og að við þá úttekt verði einnig skoðaðir hugsanlegir varnarkostir vegna hafnarinnar. 

nánar...
Radstefna-Polland

12/3/2020 : Ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES kynnt í Póllandi

Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur á Orkusviði Verkís og Haukur Þór Haraldsson, viðskiptastjóri á Samgöngu- og umhverfissviði Verkís, sóttu fyrr í þessum mánuði ráðstefnu í Varsjá í Póllandi þar sem ný áætlun Uppbyggingarsjóðs EES um endurnýjanlega orku, umhverfis- og loftlagsmál var kynnt.

nánar...
Ragnar Ómarsson

29/2/2020 : Við þurfum að endurskoða hugmyndir okkar um fegurð

Sífellt fleiri leitast við að endurnýta skó og fatnað í stað þess að kaupa nýjan og henda þeim gamla. Það er jákvæð þróun en ljóst er að eigi markmið Parísarsáttmálans að nást þarf mannkynið að gera róttækari breytingar á hugsunarhætti sínum, venjum og neyslumunstri.

nánar...
Verk og vit bás 2018

12/2/2020 : Verkís verður á Verk og Vit 2020

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 12. - 15. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5. 

nánar...
Bjarkarland gatnagerð

11/2/2020 : Framkvæmdir við fyrsta áfanga Bjarkarlands hafnar

Fyrsti áfangi nýjustu íbúðabyggðarinnar á Selfossi er farinn að taka á sig mynd en framkvæmdir við Bjarkarland hófust nýverið. 

nánar...
Vestfirðir smávirkjanir

10/2/2020 : Verkís gerir heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur samið við Verkís um að gera heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum. Vinna við úttektina hefst í þessum mánuði.

nánar...
Akureyri útibú

30/1/2020 : Kynningarfundir Verkís á Akureyri og Sauðárkróki

Í gær hélt Verkís tvo kynningafundi um aðgengismál, umhirðu útisvæða og skipulagsmál á Akureyri og Sauðárkróki. 

nánar...
Sauðárkrókur starfsstöð

28/1/2020 : Verkís opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Verkís hefur opnað skrifstofu á Faxatorgi á Sauðárkróki í Skagafirði. Magnús Ingvarsson, byggingafræðingur, hefur verið ráðinn starfsmaður og er með fast aðsetur á Sauðárkróki. Hann tilheyrir útibúi Verkís á Akureyri.

nánar...
Dalabyggð

28/1/2020 : Verkís vinnur aðalskipulag Dalabyggðar

Fyrr í þessum mánuði skrifaði Verkís undir samning við sveitarfélagið Dalabyggð um endurskoðun aðalskipulags. Áætlað er að verkinu verði lokið í janúar 2022.

nánar...
Síða 1 af 2