9/8/2021

Egill Viðarsson nýr framkvæmdastjóri Verkís hf.

  • Egill Viðarsson Framkvæmdastjóri Verkís © Verkís

Egill Viðarsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri Verkís hf. 

Egill tekur við starfinu af Sveini Inga Ólafssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri Verkís frá stofnun árið 2008. Sveinn óskaði fyrr á þessu ári eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri en mun áfram sinna öðrum störfum innan fyrirtækisins.

Egill hefur verið sviðsstjóri Samgöngu- og umhverfissviðs hjá Verkís frá árinu 2015 og árin 2013-2014 var hann viðskiptastjóri. Árin 1998 – 2013 starfaði hann hjá Almennu verkfræðistofunni hf, sem síðar varð að Verkís, og var þar meðeigandi, aðstoðarframkvæmdastjóri, starfandi framkvæmdastjóri, sviðsstjóri bygginga- og iðnaðarsviðs og sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs.

Egill er með M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá University of Central Florida, B.Sc. í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands og einnig lærður húsamiður. Hann er kvæntur Bryndísi Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn.