31/03/2020

Endurnýja stjórnbúnað rafstöðva á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Stjórnbúnaður á Sjúkrahúsinu á AEY
Stjórnbúnaður á Sjúkrahúsinu á AEY

Verkís hefur síðustu mánuði unnið að endurnýjun stjórnbúnaðar vararafstöðva Sjúkrahússins á Akureyri.

Aflþörf spítalans hefur aukist í gegnum árin og samhliða nýju kerfi, sem anna aflþörf rafmagns, þurfti að endurnýja stýringu vararafstöðva svo þær gætu áfram þjónað sem varaafl spítalans. Með þessu er verið að bæta afhendingaröryggi rafmagns.

Endurnýjun stjórnbúnaðarins hófst um mitt síðasta ár og stóð vinna við hana því yfir þegar óveður gekk yfir landið í desember. En þá urðu miklar urðu rafmagnstruflanir Norðurlandi, sem hafði þau áhrif að rafmagn sló út og önnur af vararafstöð sjúkrahússins tók við álaginu.

Sjúkrahúsið var keyrt á varaafli í tíu daga á meðan unnið var að viðgerð á rofabúnaði. Á þeim tíma reyndi á viðbragðsáætlun vegna rafmagnsleysis.

Frá því að bilunin varð í desember er búið að bæta við annarri aðalrafmagnstöflu í sjúkrahúsið þannig að þær eru nú tvær og ef önnur bilar á hin alltaf að geta tekið við öllu álagi sjúkrahússins. Búið að taka helminginn af nýja stjórnbúnaðinum í notkun og stefnt að því að ljúka verkefninu fyrir sumarið.

Þegar endurnýjuninni lýkur verður sjúkrahúsið betur í stakk búið til að þola rafmagnstruflanir á borð við þær sem urðu í óveðrinu í desember.

Stjórnbúnaður á Sjúkrahúsinu á AEY
Stjórnbúnaður á Sjúkrahúsinu á AEY