28/11/2018

Framúrskarandi fyrirtæki

  • Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Verkís er í hópi þeirra um 2% íslenskra fyrirtækja sem teljast til Framúrskarandi fyrirtækja árið 2018.

Á hverju ári gerir Creditinfo greiningu á Framúrskarandi fyrirtækjum, sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa.

Viðurkenningarskjal Verkís.

Fyrirtæki sem hljóta þessa viðurkenningu uppfylla ströng skilyrði, þessi skilyrði eru m.a. þau að:

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
  • Ársreikningi skilað lögum samkvæmt fyrir 1. september
  • Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Framkvæmdastjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna 2017 (nýtt skilyrði)
  • Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú rekstrarár
  • Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú rekstrarár
  • Eiginfjárhlutfall hærra en 20% síðustu þrjú rekstrarár
  • Eignir yfir 100 milljónir króna 2017, 90 milljónir króna 2016 og 80 milljónir króna 2015 (breytt skilyrði)

Sjá nánar um framúrskarandi fyrirtæki á síðu Creditinfo