27/08/2018

Hakið, gestastofa á Þingvöllum formlega opnuð

Þingvellir þjónustumiðstöð
Þingvellir þjónustumiðstöð

Hakið, gestastofan á Þingvöllum var formlega opnuð föstudaginn 24. ágúst sl. Aðkoma Verkís að verkinu er byggingarstjórn og verkeftirlit.

Gestastofa þjóðgarðsins á Þingvöllum á Hakinu var reist árið 2002 og var 212 m². Nýbyggingin vestan við núverandi gestastofu og tengigangur milli þeirra er um 1.057 m². Í nýbyggingunni er nýr aðalinngangur, fjölnotasalur sem getur meðal annars verið fyrirlestrar- eða kvikmyndasalur, kennslustofa, fundarherbergi og skrifstofa, en í stærsta hluta nýbyggingar er sýningarsalur þar sem sett hefur verið upp glæsileg og fjölbreytt sýning um sögu Þingvalla og náttúru. Eldri hluti gestastofunnar var endurinnréttaður og þar er nú veitingasala og lítil verslun.

Kristján Rafn Harðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís, sá um byggingarstjórn og hafði yfirumsjón með verkeftirliti.

 

Þingvellir þjónustumiðstöð
Þingvellir þjónustumiðstöð