30/01/2020

Kynningarfundir Verkís á Akureyri og Sauðárkróki

Akureyri útibú
Útibú á Akureyri

Í gær hélt Verkís tvo kynningafundi um aðgengismál, umhirðu útisvæða og skipulagsmál á Akureyri og Sauðárkróki.

Landslagsarkitektarnir Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Erla Bryndís Kristjánsdóttir héldu erindi á fundunum ásamt Ragnari Bjarnasyni, byggingarverkfræðingi og útibússtjóra Verkís á Akureyri.

Þau fjölluðu um úttektir á aðgengi, m.a. að skólum og íþróttamannvirkjum og handbók um aðgengismál sem Verkís gaf út í haust í samstarfi við Vegagerðina og Reykjavíkurborg.

Hópurinn kynnti einnig umhirðu- og ástandsúttektir á opnum svæðum og gróðursamfélögum. Að lokum var kynning á þjónustu Verkís á sviði skipulagsmála.

Þjónusta Verkís á þessu sviði 
Bæklingur Verkís: Landslagsarkitektúr

Akureyri útibú
Útibú á Akureyri