Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Sumarstörf Verkís

29/1/2021 : Vilt þú vinna hjá Verkís í sumar?

Við óskum eftir framtakssömum og metnaðarfullum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Við bjóðum skemmtilega og krefjandi vinnu við fjölbreytt og spennandi verkefni sem tengjast verkfræðistörfum.

nánar...
Reykjanesvirkjun_stækkun

28/1/2021 : Stækka Reykjanesvirkjun án þess að bora nýjar holur

Reykjanesvirkjun verður stækkuð úr 100 MW í 130 MW á næstu tveimur árum án þess að boraðar verði nýjar holur. Um 200°C heitur jarðhitavökvi sem fellur til við vinnslu fyrstu 100 MW er nýttur til raforkuframleiðslunnar. Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun verkefnisins og verkefnastjórn á útboðshönnunarstigi verkefnisins.

nánar...
Ragnar Ómarsson

12/1/2021 : Ragnar fjallar um sjálfbærni í byggingariðnaði

Næstkomandi fimmtudag, 14. janúar, flytur Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur hjá Verkís, erindi á fyrirlestraröð IÐUNNAR fræðsluseturs og Grænni byggðar. 

nánar...
Ofanleiti 2 drónamynd

4/1/2021 : Verkís auglýsir eftir starfsfólki

Við viljum jákvæða einstaklinga með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

nánar...
Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal

21/12/2020 : Verkís kolefnisjafnar með endurheimt votlendis

Í samvinnu við Votlendissjóð hefur Verkís jafnað út losun gróðurhúsalofttegunda vegna starfseminnar fyrir árin 2018 og 2019. Alls var losunin í CO2 ígildum 351 tonn árið 2018 og 312 tonn árið 2019. Verkís hefur þar með kolefnisjafnað að fullu fyrir starfsemi sína undanfarin ár.

nánar...
Flugskýli KEF öryggissvæði

19/12/2020 : Verkís undirverktaki vegna verkefna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli

Verkís verður undirverktaki Black and Veatch vegna hönnunar og framkvæmda á flughlöðum og tengdra verkefna á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. ÍAV er aðalverktaki verksins. 

nánar...

18/12/2020 : Opnunartími móttöku höfuðstöðva Verkís yfir hátíðirnar

Opnunartími móttöku höfuðstöðva Verkís, Ofanleiti 2 í Reykjavík, verður með breyttu sniði yfir hátíðirnar. 

nánar...
Ofanleiti Verkís

4/12/2020 : Verkís leitar að starfsfólki vegna aukinna verkefna

Við viljum jákvæða einstaklinga með góða samskipta- og skipulagshæfni sem sýna metnað, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

nánar...
Leikvöllur grunnskóli í Borgarnesi

25/11/2020 : Spennandi endurbætur á lóð grunnskólans í Borgarnesi

Nú í sumar hófust framkvæmdir á lóð grunnskólans í Borgarnesi. Um er að ræða miklar breytingar og endurbætur á útisvæði nemenda. Um lóðarhönnun sjá landslagsarkitektarnir Ulla Rolfsigne Pedersen og Hildur Dagbjört Arnardóttir, báðar hjá Verkís. 

nánar...
Sisimiut

16/11/2020 : Verkís kemst áfram í forvali um iðn- og vélskóla á Grænlandi

Verkís og S&M Verkis hafa verið valin ásamt arkitektastofunni KHR í Danmörku til að koma með tillögu að hönnun á iðn- og vélskóla í Sisimiut á Grænlandi. Sex öflug og reynslumikil teymi tóku þátt í forvali og voru þrjú valin til að halda áfram í næsta áfanga.

nánar...
Stapaskóli

10/11/2020 : Arc magazine ræðir við Tinnu Kristínu lýsingarhönnuð um hönnun Stapaskóla

Í nýjasta tölublaði Arc Magazine er fjallað um hinn nýbyggða Stapaskóla í Reykjanesbæ og rætt við Tinnu Kristínu Þórðardóttur, lýsingarhönnuð hjá Verkís. Verkís sá um alla verkfræðilega hönnun verksins en Arkís sá um arkitektúr. 

nánar...
Neyðarkallinn 2020

7/11/2020 : Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á stóra Neyðarkallinum

Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnu óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi. 

nánar...
Dýrafjarðargöng

28/10/2020 : Dýrafjarðargöng opin fyrir umferð

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, opnaði Dýrafjarðargöng sl. sunnudag ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Verkís sá m.a. um hönnun veglínunnar að göngunum og fullhönnun vegarins fyrir utan göngin. 

nánar...
Viðtal við SIO Framúrskarandi fyrirtæki

22/10/2020 : Viðtal: Góður árangur erlendis byggir fyrst og fremst á sterkum heimamarkaði

Það má heyra á Sveini Inga Ólafssyni að það gleður hann að Verkís skuli hafa verið valið Framúrskarandi fyrirtæki sjö ár í röð. „Þessi viðurkenning sýnir að rekstur fyrirtækisins er traustur og stöðugur og er til marks um að við eigum að hafa þann kraft sem þarf til að halda ótrauð áfram,“ segir hann.

nánar...
Nye-Nidarohallen-Kamparena-LR

22/10/2020 : Verkís tekur þátt í undirbúningi vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir handbolta og körfubolta

Verkís hefur að undanförnu tekið þátt í undirbúningsvinnu vegna nýrrar þjóðarhallar fyrir handbolta og körfubolta. Verkfræðistofan var fengin til þess að vinna greinargerð þar sem fyrirhuguðu mannvirki var lýst en það skal hannað eftir reglugerðum og stöðlum alþjóðlegra
íþróttasambanda með það fyrir augum að alþjóðlegir keppnisleikir geti farið fram í höllinni. 

nánar...
Autodesk

19/10/2020 : Verkís tekur þátt í ráðstefnu Autodesk

Sveinn Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, tekur þátt í stafrænni ráðstefnu Autodesk fimmtudaginn 22. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Let‘s Build a Resilient Future“ og er þátttaka ókeypis.

nánar...
Síða 2 af 47