Umfjöllun um fjölnota íþróttahús

25/6/2019 : Fjölnota íþróttahús sem tengja saman kynslóðir

Í nýjasta tölublaði Sóknarfæris, þar sem áhersla er lögð á framkvæmdir, er viðtal við þá Eirík Stein Búason, viðskiptastjóra íþróttamannvirkja hjá Verkís og Gunnar Kristjánsson, verkefnastjóra á Byggingarsviði Verkís, um fjölnota íþróttahús. 

nánar...
Útilífsmiðstöð Heiðmörk

24/6/2019 : Verkís hannar útilífsmiðstöð í Heiðmörk

Á miðvikudaginn í síðustu viku undirrituðu Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Thelma Rún Van Erven, félagsforingi Skátafélagsins Vífils samning um útilífsmiðstöð í Heiðmörk í Garðabæ. Samhliða undirrituninni var tekin fyrsta skóflustunga að húsinu.

nánar...
Lógó Internoise 2019

20/6/2019 : Flutti erindi um þróun íslenskrar hljóðvistar

Steindór Guðmundsson, byggingar- og hljóðverkfræðingur á Byggingarsvæði Verkís, sótti ráðstefnuna Internoise í Madríd á Spáni í síðustu viku. Þar flutti hann erindi um íslenska hljóðvistarstaðalinn ÍST 45. 

nánar...
Yfirlitsmynd af Verkís vegna fréttar um sumarstarfsfólk

18/6/2019 : Sumarstarfsfólkið komið til starfa

Í sumar eru fjórtán sumarstarfsmenn hjá Verkís, níu konur og fimm karlar. Fjögur þeirra voru einnig hjá okkur síðasta sumar. Þau eru öll komin til starfa og sinna fjölbreyttum verkefnum.

nánar...
Lið Verkís í WOW Cyclothon tók þátt í hjólakvöldi

13/6/2019 : Tóku þátt í hjólakvöldi WOW Cyclothon og heimsóttu Reykjadal

Í ár hefur verið ákveðið að áheit sem safnast í WOW Cyclothoninu 2019 renni óskipt til sumarbúðanna í Reykjadal og hófst söfnunin formlega í gærkvöldi. Verkís sendir eitt tíu manna lið til keppni í ár og er mikill hugur í liðinu. 

nánar...
Breikkun brúar yfir Varmá

4/6/2019 : Breikkun brúar yfir Varmá velheppnuð áskorun

Verkís annast eftirlit með fyrsta hluta breikkunar Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Verkið felst meðal annars í breikkun brúar yfir Varmá. Áin og nágrenni hennar eru á Náttúruminjaskrá  og þurfti því að huga sérstaklega vel að því að framkvæmdir röskuðu ekki viðkvæmu jafnvægi í lífríki árinnar. Framkvæmdir máttu aðeins fara fram á þriggja mánaða tímabili.

nánar...
G Run Grundarfirði

1/6/2019 : Ný hátæknileg fiskvinnsla vígð á Grundarfirði

Í dag var ný hátæknileg fiskvinnsla Guðmundar Runólfssonar hf. opnuð formlega með vígsluathöfn. Um er að ræða eina fullkomnustu fiskvinnslu í Evrópu. 

nánar...
Þórdís ráðherra klippir á borða

29/5/2019 : Vígsla varmadælustöðvar í Vestmannaeyjum

Varmadælustöðin í Vestmannaeyjum var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Verkís var ráðgjafi HS Veitna við verkið frá upphafi og annaðist meðal annars frum- og fullnaðarhönnun. Stöðin annar um 93% árlegrar varmaorku til húshitunar í Vestmannaeyjum.

nánar...
Hádegisfræðslufundur um hleðslu rafbíla

29/5/2019 : Vel sóttur hádegisfræðslufundur um hleðslu rafbíla

Um sextíu manns mættu á opinn fræðslufund Verkís í hádeginu í dag og tvö hundruð manns horfðu á beina útsendingu frá fundinum. Við þökkum gestum fyrir komuna og erum ánægð og þakklát fyrir mikinn áhuga. 

nánar...
Samstarfsvettvangur um loftslagsmál og grænar lausnir

28/5/2019 : Verkís tekur þátt í samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir

Samkomulag um samstarfsvettvang stjórnvalda og stórra aðila úr atvinnulífinu um loftlagsmál og grænar lausnir var undirritað í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Verkís er einn af stofnaðilunum.

nánar...
Endurheimt votlendis í Úlfarsárdal

22/5/2019 : Vel gengur að endurheimta votlendi í Úlfarsárdal

Fyrsta áfanga í endurheimt votlendis á 87 hektara svæði í Úlfarsárdal í þeim tilgangi að binda kolefni í jörðu er lokið. 

nánar...
Park Inn hótel Keflavík

22/5/2019 : Verkís með erindi á Fagþingi Samorku

Fagþing rafmagns 2019 fer fram á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ dagana 22.-24. maí nk. Þar koma fyrirtæki sem sinna framleiðslu, flutningi, dreifingu og sölu á rafmagni saman og ræða það sem er efst á baugi.

nánar...
Atvinnuauglýsing Byggingarverkfræðingur Austurland

20/5/2019 : Verkís leitar að öflugum liðsmanni á Austurlandi

Verkís óskar eftir að ráða byggingarverkfræðing eða byggingartæknifræðing í starfsstöð fyrirtækisins á Austurlandi. 

nánar...

20/5/2019 : Verkís stendur fyrir kynningarfundi um gróðurelda

Verkís stendur fyrir kynningarfundi um gróðurelda, varnir og viðbrögð fimmtudaginn 23. maí nk. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en fulltrúar stéttarfélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, sem og eigendur sumarhúsa. 

nánar...
Þórður Þorsteinsson fræðslufundur ON

16/5/2019 : Mikill áhugi á öruggri hleðslu

Þórður Þorsteinsson, rafmagnstæknifræðingur á Byggingarsviði Verkís, flutti erindið Kominn tími til að tengja rétt á fræðslufundi Orku náttúrunnar.

nánar...
Þórður og Arndís. Rafbílaauglýsing.

16/5/2019 : Hlöðum rafbílinn rétt - Hádegisfræðslufundur Verkís

Miðvikudaginn 29. maí nk. stendur Verkís fyrir opnum hádegisfræðslufundi fyrir heimili og húsfélög um hleðslu rafbíla. Á fundinum, sem ber yfirskriftina Hlöðum rafbílinn rétt, munu sérfræðingar okkar og gestafyrirlesari fræða og svara spurningum um málefnið. 

nánar...
Síða 2 af 38