Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Vestfirðir smávirkjanir

10/2/2020 : Verkís gerir heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur samið við Verkís um að gera heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum. Vinna við úttektina hefst í þessum mánuði.

nánar...
Akureyri útibú

30/1/2020 : Kynningarfundir Verkís á Akureyri og Sauðárkróki

Í gær hélt Verkís tvo kynningafundi um aðgengismál, umhirðu útisvæða og skipulagsmál á Akureyri og Sauðárkróki. 

nánar...
Sauðárkrókur starfsstöð

28/1/2020 : Verkís opnar starfsstöð á Sauðárkróki

Verkís hefur opnað skrifstofu á Faxatorgi á Sauðárkróki í Skagafirði. Magnús Ingvarsson, byggingafræðingur, hefur verið ráðinn starfsmaður og er með fast aðsetur á Sauðárkróki. Hann tilheyrir útibúi Verkís á Akureyri.

nánar...
Dalabyggð

28/1/2020 : Verkís vinnur aðalskipulag Dalabyggðar

Fyrr í þessum mánuði skrifaði Verkís undir samning við sveitarfélagið Dalabyggð um endurskoðun aðalskipulags. Áætlað er að verkinu verði lokið í janúar 2022.

nánar...
Breikkun Vesturlandsvegar

27/1/2020 : Stefnt að útboði Vesturlandsvegar í sumar

Síðustu mánuði hefur Verkís unnið að forhönnun breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes og þegar henni lýkur tekur við verkhönnun. Lagt er upp með að bjóða verkið út í sumar, eða um leið og hönnunarvinna, samningur við landeigendur, umhverfismat og framkvæmdaleyfi er í höfn.

nánar...
Verkis-profork

23/1/2020 : Viðtal við Önnu Maríu í sérblaðinu Konur í atvinnulífinu

Viðtal við Önnu Maríu Þráinsdóttur, útibússtjóra Verkís á Vesturlandi, var í sérblaði Fréttablaðsins sem kom út í morgun, fimmtudag 23. janúar.

nánar...
Álftanes

20/1/2020 : Verkís kemur að gerð deiliskipulags á Álftanesi

Verkís hefur frá árinu 2018 tekið þátt í gerð deiliskipulags á Álftanesi. Tillögur að deiliskipulaginu voru auglýstar í lok desember. Verkís mun halda áfram vinnu við verkefnið. 

nánar...
Flateyri

16/1/2020 : Hægt að læra margt af flóðunum með nýrri tækni

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð að kvöldi 14. janúar sl. Annað þeirra féll úr Skollahvilft og hitt úr Innra-Bæjargili. Bæði flóðin fóru að hluta yfir snjóflóðavarnargarðana í hlíðinni fyrir ofan Flateyri. Þá féll einnig snjóflóð í Súgandafirði við Norðureyri um sama leyti.

nánar...
Tengivirki Sauðárkrókur

13/1/2020 : Verkís kemur að byggingu fjögurra yfirbyggðra tengivirkja

Í vetur vinnur Verkís að byggingu fjögurra tengivirkja hér á landi. Tengivirkin, sem eru öll yfirbyggð, eru á Austurlandi og í Skagafirði, þ.e. á Eskifirði og á Eyvindará og í Varmahlíð og á Sauðárkróki. 

nánar...
Baðlón Kársnes

8/1/2020 : Framkvæmdir hafnar við nýtt baðlón á Kársnesi

Verkís sér um brunahönnun og samþættingu laugarlagna á útisvæði og hitun lauga vegna nýs baðlóns á Kársnesi. Framkvæmdir eru þegar hafnar og stefnt er að því að opna baðlónið á næsta ári. 

nánar...
Grunnskóli í Nuuk Grænland

19/12/2019 : Verkís sér um verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands

Verkís mun sjá um nær alla verkfræðihönnun vegna stærsta skóla Grænlands. Ístak skrifaði í gær undir samning um hönnun og smíði skólans sem verður í höfuðborginni Nuuk. Þetta er mjög stór verksamningur í langri sögu Ístaks og er Verkís undirverktaki Ístaks í verkefninu.

nánar...
Vesturhús OR verkfræðihönnun

18/12/2019 : Verkís sér um verkfræðihönnun endurbyggingar Vesturhúss OR

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls í Reykjavík. 

nánar...
Isavia Verkís Mace

17/12/2019 : Verkís í samstarfi við Mace vegna stækkunar Keflavíkurflugvallar

Isavia hefur gert langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Mace valdi Verkís verkfræðistofu til samstarfs vegna verkefnisins.

nánar...
Reykjavík yfirlitsmynd

17/12/2019 : Tíu húsfélög hafa fengið styrk vegna hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla

Tæplega 13,5 milljón hefur verið úthlutað úr styrktarsjóði til tíu húsfélaga í Reykjavík á þessu ári vegna uppsetningu hleðslubúnaðar á lóðum fjöleignarhúsa. Stjórnarfrumvarp félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að auðvelda einstaklingum að setja upp rafhleðslustöðvar í fjöleignarhús var birt á vef Alþingis í síðustu viku.

nánar...
Áki ræðir notkun dróna

16/12/2019 : Áki fjallaði um notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjagerð

Í síðustu viku stóð ITS á Íslandi fyrir málþingi um dróna og notkun þeirra. Áki Thoroddsen, landfræðingur á Orkusviði Verkís, flutti erindið Notkun dróna og þrívíðra landlíkana við mannvirkjahönnun. Sagði hann meðal annars frá nokkrum verkefnum Verkís þar sem notast hefur verið við gögn sem voru fengin með LIDAR skanna. 

nánar...
Hönnunarteymi Borgarlínu

13/12/2019 : Verkís á fulltrúa í hönnunarteymi Borgarlínu

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Hönnunarteymið mun vinna frumdrög að fyrstu framkvæmdum verkefnisins. 

nánar...
Síða 2 af 42