12/1/2021

Ragnar fjallar um sjálfbærni í byggingariðnaði

  • Ragnar Ómarsson © Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Næstkomandi fimmtudag, 14. janúar, flytur Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur hjá Verkís, erindi á fyrirlestraröð IÐUNNAR fræðsluseturs og Grænni byggðar. 

Fyrirlestraröðin Þú berð ábyrgð! - Sjálfbærni í byggingariðnaði er mikilvægari en þú heldur snýst eins og nafnið gefur til kynna um sjálfbærni í byggingariðnaði. 

Um fyrirlestur Ragnar segir á heimasíðu IÐUNNAR: 

Verkís eru mjög framarlega þegar kemur að sjálfbærnismálum en Ragnar er einnig stjórnarformaður Grænni byggðar ásamt því að starfa hjá Verkís. Ragnar ætlar að segja til dæmis frá sjálfbærniskýrslu Verkís og þeirra árangri tengt því.

Viðburðurinn á fimmtudaginn hefst kl. 8.30 og er gjaldfrjáls. Skráning fer fram á heimasíðu IÐUNNAR. Auk Ragnars verður Sigrún Melax, gæðastjóri hjá fyrirtækinu JÁVERK. 

Uppfært 18. janúar

Hér má sjá erindi Ragnars: 

https://www.youtube.com/watch?v=o1VSm-d_kQM&t=1286s

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 11