24/08/2018

Rammasamningar við ISAVIA

Undirritun samnings við ISAVIA
Undirritun samnings við ISAVIA

Verkís skrifaði í dag undir rammasamning við Isavia. Rammasamningurinn snýr að framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli; Rammasamningur um hönnun og ráðgjöf.

Rammasamningurinn var í 43 liðum, þar sem öllum bjóðendum er stóðust hæfiskröfur í fyrsta þrepi og skiluðu inn gildu tilboði, er boðið að gerast aðili að rammasamningnum. Verkís bauð í 39 liði af 43, en þeir 4 liðir sem sleppt var að bjóða í, voru samningar um arkitektahönnun.

Verkís lenti 17 sinnum í 1. sæti, í eftirfarandi flokkum:
Flugstöð: pípulagnir, sérstæð kælikerfi, snjóbræðsla, aðrar lagnir á lóð, loftræsing ásamt kæli- og hitakerfum, háspennukerfi, hljóðvist og tækniteiknun.
Önnur mannvirki: landslagshönnun, snjóbræðsla, aðrar lagnir á lóð, háspennukerfi, vatnsúði, hljóðvist og tækniteiknun.
Hönnunarstjóri flughlaða og flughlaðshönnun.

Í öðrum flokkum er Verkís í 2. sæti í 15 flokkum, og 3-4 sæti í 7 flokkum.

Undirritun samnings við ISAVIA
Undirritun samnings við ISAVIA