26/10/2019

Skessan í Hafnarfirði vígð

Skessan knatthús
Skessan í Hafnarfirði vígð

Í dag var knatthúsið Skessan vígð við hátíðlega athöfn. Vígslan var hluti af afmælishátíð FH sem fagnar 90 ára afmæli um þessa mundir. Verkís sá um fullnaðarhönnun hússins.

Í Skessunni er knattspyrnuvöllur í fullri stærð og gert er ráð fyrir áhorfendasvæði fyrir 400 manns auk þess að lágbygging er vestan við húsið. Sjálft knatthúsið er staðlað dúkklætt stálgrindarhús á steyptum undirstöðum. Grunnflötur byggingarinnar er um 8.500 m2.

Húsið er óupphitað með Fifa Quality Pro gervigrasi með vökvunarkerfi. Undirstöður knatthúss og anddyrisbyggingar eru steyptar.

Í húsinu er meðal annars knattspyrnuvöllur í fullri stærð. 

Veggir í knatthúsi eru steyptir upp í 2,5 m hæð þar sem tekur við burðarvirki úr stáli. Þak knatthúss er klætt PVC húðuðum og akrýllökkuðum polyesterdúk. Lágbyggingin er einangruð. Húsið er á einni hæð þar sem gengið er inn í anddyri hússins að vestanverðu. Í vesturhluta hússins eru búningsklefar, salernisaðstaða, söluaðstaða, geymslur og inntaksrými.

Verkís óskar FH-ingum til hamingju með nýja húsið!

Fjölnota íþróttahús á Selfossi
Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ
Fjölnota íþróttahús í Suður Mjódd
Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Skessan knatthús
Skessan í Hafnarfirði vígð