06/05/2019

Skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Garðabæ

Fjölnota íþróttahús Garðabæ
Fjölnota íþróttahús Garðabæ

Fyrsta skóflustungan var tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri, í landi Vífilsstaða, í Garðabæ á föstudag. Verkís sér um alla verkfræðihönnun vegna hússins.

Við athöfnina bauð Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, gesti velkomna. Þakkaði hann þeim sem komið hafa að undirbúningi verkefnisins og sagði frá því hvernig hann vonast til þess að íþróttahúsið yrði nýtt í framtíðinni af yngri sem eldri íbúum Garðabæjar.

Börn á leikskólanum Hæðarbóli tóku skóflustungu að nýja íþróttahúsinu. Þeim til aðstoðar voru bæjarfulltrúar Garðabæjar og fulltrúar félaga eldri bogara í Garðabæ og á Álftanesi.

Fyrr á þessu ári voru undirritaðir samningar ASK arkitekta og Verkís við ÍAV, aðalverktaka íþróttahússins. Hönnun hófst í byrjun árs og gert er ráð fyrir að verklok verði í apríl 2021.

Fjölnota íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss, auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80×120 m. Með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200 m².

Frétt á vef Garðabæjar um skóflustunguna

Fjölnota íþróttahús Garðabæ
Fjölnota íþróttahús Garðabæ