20/03/2019

Strandbúnaður 2019

Strandbúnaður 2019
Strandbúnaður 2019

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður 2019. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel, dagana 21.–22. mars.

Jón Pálmason, rafmagnsverkfræðingur á Orkusviði Verkís, mun flytja erindið Vöktun í fiskeldi á einni af málstofum ráðstefnunnar, Tækniþróun – Landeldi, þann 21. mars kl. 16.00.
Bæklinginn okkar um fiskeldi má finna hér.

Það er félagið Strandbúnaður sem stendur að ráðstefnunni. Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar og vonast er til að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

Strandbúnaður 2019
Strandbúnaður 2019