9/9/2019

Sumarstarfsfólkið okkar kvatt

  • Sumarstarfsfólk Verkís 2019

Þessa dagana hverfur sumarstarfsfólkið okkar hvert af öðru aftur til náms. Þau sinntu fjölbreyttum verkefnum síðustu mánuði og það var okkur mikil ánægja og lærdómur að hafa þessa hæfileikaríku einstaklinga í starfsmannahópi Verkís. 

Í sumar voru fjórtán sumarstarfsmenn hjá Verkís, níu konur og fimm karlar. Þau Guðni Rúnar Jónasson, Kristín Sól Ólafsdóttir og Embla Jóhannesdóttir gefa okkur innsýn inn í störf þeirra í sumar í stuttum viðtölum.

Guðni Rúnar JónassonGuðni Rúnar aðstoðaði m.a. annars við skipulagsverkefni hjá Verkís í sumar. Hann er með B.SC. próf í umhverfisskipulagi og mun starfa áfram hjá fyrirtækinu í haust. Eitt af þeim verkefnum sem stóð upp úr í sumar að hans mati var mats- og skipulagslýsing fyrir deili- og aðalskipulag í Norður-Botni í Tálknafirði. 

„Verkefnið var fjölþætt og reyndi á marga mismunandi eiginleika. Ég sinnti meðal annars upplýsingaöflun, textagerð, uppsetningu og myndvinnslu. Það var skemmtilegt og áhugavert fást við verkefni sem er hluti af tíðarandanum,“ segir Guðni Rúnar.

Kristín Sól ÓlafsdóttirKristín Sól er með B.SC. próf í hátækniverkfræði og starfar einnig áfram hjá fyrirtækinu í haust. Hún aðstoðaði við ýmis verkefni í stjórnbúnaðarhóp orkusviðs en meðal verkefna var Marteinstunga á Suðurlandi.

„Þar var sett í gang dælustöð sem dælir að Hellu. Mitt hlutverk var að gera skjámynd fyrir kerfið en einnig fékk ég að fylgjast með forritun stýrivélar þess. Það var skemmtilegt og áhugavert að fá að fara á verkstað þegar dælustöðin var sett af stað til að prófa merki stýrivélar og skjákerfis,“ segir Kristín Sól.

Embla_johannesdottir_skype

Embla er með B.SC. próf í umhverfis- og byggingarverkfræði og sinnti verkefnum á samgöngu- og umhverfissviði Verkís í sumar. „Það er áhugavert að sjá hvað Verkís sinnir ábyrgðarmiklu starfi tengdu Keflavíkurflugvelli. Það sem stóð upp úr í verkefnum mínum tengdum flugvellinum voru heimsóknirnar á flugvöllinn þar sem við skoðuðum flughlöðin í þeim tilgangi að ástandsmeta steypta reiti fyrir viðhaldshönnun. Ég aðstoðaði svo einnig við hönnun á viðgerð steypuskemmda, við magntöku og úrvinnslu gagna af ýmsu tagi,“ segir Embla. 

Hún kom einnig að eftirliti með byggingu Nýs Landspítala. „Þar voru mín helstu verkefni að hafa eftirlit með framkvæmd á undirgöngum og stoðveggjum sem reist voru við Snorrabraut og Gömlu Hringbraut, sjá um öryggiseftirlit og svo sinna ritarastörfum á verkfundum og skrifa fundargerðir. Það var mjög gaman að fylgjast með framkvæmd af þessari stærðargráðu en það var ekki síður áhugavert fyrir mig, sem unga konu, að vinna á svona ótrúlega karllægum vinnustað,“ segir Embla. 

Frétt Verkís: Sumarstarfsfólkið komið til starfa