17/3/2021

Uppsteypu Húss íslenskunnar lokið

  • Hus-islenskunnar-uppsteypa-mars-2021 © Framkvæmdasýsla ríkisins

Uppsteypu Húss íslenskunnar er lokið og hornsteinn verður lagður að húsinu í apríl. Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á undan áætlun. Lokun hússins er á lokametrunum og lagnavinna og bygging innviða hússins hafin.

Verkís sá um verkfræðihönnun hússins og sinnir nú aðstoð á framkvæmdatíma verksins.

Fjallað er um stöðu framkvæmdanna í frétt á vef Framkvæmdasýslu ríkisins. Um 50 starfsmenn hafa að jafnaði verið á svæðinu frá upphafi framkvæmda en nú mun þeim fjölga talsvert.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hvernig framkvæmdum miðar og sjást þar meðal annars í fyrsta skipti myndir innan úr húsinu.

Framkvæmdir ganga vel við Hús íslenskunnar | Fréttir | www.verkis.is
Vinna hafin við uppsteypu á efstu hæð Húss íslenskunnar | Fréttir | www.verkis.is