28/4/2022

Verkís með tvö erindi á vorfundi SATS í Vestmannaeyjum

  • Vestmannaeyjar

Í dag og á morgun fer fram árlegur vorfundur SATS, eða Samtaka tæknimanna sveitarfélaga. Verkís verður með tvö erindi á fundinum. 

Áskoranir við skipulagsgerð á lágsvæðum

Í skipulagi ber, samkvæmt skipulagslöggjöf, að gera grein fyrir svæðum þar sem hætta er talin á náttúruvá og setja skilmála um þau. Jafnframt er óheimilt að byggja á þekktum flóðasvæðum, m.a. við sjó. Hættusvæðin hafa hins vegar ekki verið skilgreind og ekki hefur verið tekin opinber ákvörðun um hvers konar nýting er ásættanleg á þessum svæðum. 

Forsendur fyrir skipulagsgerð á lágsvæðum eru því veikar. Víða er byggð á lágsvæðum sem er berskjölduð fyrir sjávarflóðum og ásókn er í lóðir nærri sjó. Brýnt er að gert verði hættumat á þessum svæðum og skýr viðmið sett um hvað má og hvað ekki.

Erla_byrndis_h3-Erla Bryndís Kristjánsdóttir, landslagsarkitekt

Gunnar_pall_h3

 

 

 

Gunnar Páll Eydal, umhverfis- og auðlindafræðingur

Vel sóttur morgunverðarfundur um skipulag og náttúruvá | Fréttir | www.verkis.is

Með sjálfbærni að leiðarljósi við hreinsunaraðgerðir á menguðum jarðvegi

Umfangsmiklar aðgerðir hafa staðið yfir á Hofsósi að undanförnu í þeim tilgangi að hreinsa mengun vegna olíuleika sem varð þar fyrir rúmum tveimur árum. Í úrbótaáætlun sem Verkís vann fyrir N1 og var samþykkt af Umhverfisstofnun, var meðal annars lögð til aðgerð sem hefur ekki verið notuð hér á landi til hreinsa mengun úr jarðvegi áður. Aðferðin hefur gefið góða raun erlendis.

Erla Guðrún

Erla G. Hafsteinsdóttir, umhverfis- og jarðefnafræðingur Ph.D

Með sjálfbærni að leiðarljósi við hreinsunaraðgerðir á Hofsósi | Fréttir | www.verkis.is

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 3
  • Heimsmarkmið 11
  • Heimsmarkmið 14
  • Heimsmarkmið 15