20/5/2019

Verkís stendur fyrir kynningarfundi um gróðurelda

Verkís stendur fyrir kynningarfundi um gróðurelda, varnir og viðbrögð fimmtudaginn 23. maí nk. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis en fulltrúar stéttarfélaga eru sérstaklega hvattir til að mæta, sem og eigendur sumarhúsa. 

Fundurinn er liður í vitundarvakningu sem unnið hefur verið að á undanförnum árum á vegum Skógræktarinnar, Brunavarna Árnessýslu, Mannvirkjastofnunar, Landssambands sumarhúsaeigenda, Félags slökkviliðsstjóra, Landssamtaka skógareigenda og Verkís.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Verkís að Ofanleiti 2 í Reykjavík. Hann stendur yfir frá kl. 8.30 – 9.30. Húsið opnar kl. 8. Boðið verður upp á morgunhressingu.

Dagskrá:

  • Gróðureldar – vitundarvakning. Davíð Snorrason, fagstjóri eldvarna hjá Mannvirkjastofnun.
  • Aðkoma skógræktenda. Björn B. Jónsson, verkefnisstjóri hjá Skógræktinni.
  • Viðbúnaður og viðbrögð slökkviliða. Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
  • Eigendur sumarhúsasvæða og sumarhúsaeigendur. Dóra Hjálmarsdóttir, öryggisráðgjafi og verkfræðingur hjá Verkís.
  • Skipulagsmál – Hverju þarf að breyta? Þuríður R. Stefánsdóttir, landslagsarkitekt hjá Verkís. 
  • Umræður.


Fundarstjóri er Dóra Hjálmarsdóttir.

Aðgangur að fundinum er ókeypis. Þau sem ætla að sækja fundinn eru beðin að skrá sig á viðburðinum á Facebook með því að merkja við „going“ vegna takmarkaðs sætafjölda.

Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur vistvænar samgöngur þegar þið sækið viðburðinn. Sjáumst! 

Um verkefnið Forvarnir vegna gróðurelda á heimasíðu Verkís.