12/2/2020

Verkís verður á Verk og Vit 2020

  • Verk og vit bás 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 12. - 15. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5. 

Stórsýningin Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð. 

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð. 

Verk og vit hefur verið haldin fjórum sinnum, nú síðast 8.–11. mars 2018. Á sýningunni 2018 var slegið nýtt aðsóknarmet þegar um 25.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þar sem um 110 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá sýningunni 2018.